Bakkavör Group kaupir hlut í kínversku salatfyrirtæki 24. mars 2006 10:48 Mynd/Haraldur Jónasson Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira