Viðskipti

Fréttamynd

Avion birtir uppgjör

Avion Group birtir á mánudaginn uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung reikningsársins sem lauk í júlí. Rekstur Avion er árstíðabundinn og myndast hagnaður á seinni hluta rekstrarársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Finnair nýtur vinsælda í Japan

Lesendur japanska tímaritsins AB-ROAD hafa útnefnt Finnair sem eftirlætis vestræna flugfélagið sitt. Við valið var horft til þátta eins og þjónustu flugfélaganna og veitinga um borð. Japanskir flugfarþegar eru sérstaklega ánægðir með þær veitingar sem Finnair býður upp á. Finnair greindi frá því í ágúst að farþegafjöldi í Asíuflugi hefði aukist um fjörutíu prósent milli ára. Félagið er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýsköpunarsjóður í útrás með Marorku

Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Marorku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samningnum hefur fjármögnun Marorku verið tryggð fram til ársins 2010.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Merrill Lynch spáir minnkandi álagi

Í þriðju skýrslu Merrill Lynch íslenska banka og efnahagslíf kveður við heldur jákvæðari tón en áður . Eftir fyrstu skýrslu bankans í mars féll gengi krónunnar og í hönd fór erfið umræða um bankanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn líf á íbúðamarkaði

Íbúðaverð hækkaði um 2,4 prósent á milli júlí og ágúst á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt vísitölu sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Mælingin gefur til kynna að enn sé líf að finna á íbúðamarkaði og bið sé í verðlækkun, að mati greiningardeildar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Marorku

Nýsköpunarsjóður hefur ákveðið að fjárfesta í Marorku ehf., hátæknifyrirtæki á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Hlutur sjóðsins verður um 20 prósent og mun innkoma hans styrkja stoðir Marorku og opna félaginu nýja möguleika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olía hækkaði í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði annan daginn í röð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Verð á Norðursjávarolíu fór niður í 60,31 bandaríkjadali á markaði í Lundúnum í Bretlandi á miðvikudag en verðið hefur ekki verið lægra síðan í byrjun mars. Sérfræðingar telja lækkanaferlinu lokið í bili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem bankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum og telja greiningaraðilar líkur á að hækkanaferlið sé á enda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stríð í uppsiglingu á leikfangamarkaði

Danski leikfangarisinn BR opnar Toys‘R‘Us verslun hér á landi og hyggur á enn frekari landvinninga. Leikbær opnar þrjú þúsund fermetra stórverslun við Urriðaholt. Framkvæmdastjóri Leikbæjar óttast ekki samkeppni við Danina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Woolworths tapar

Breska verslanakeðjan Woolworths tapaði 8,5 milljörðum króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins. Afkoma fyrir óreglulega liði er nærri tvöfalt verri en á sama tímabili árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig

Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáir mikilli lækkun á olíuverði

Adnan Shihab-Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Met í fasteignakaupum á fyrri hluta árs

Fjárfest var í íbúðarhúsnæði fyrir ríflega 32 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 4,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir að aldrei hafi verið fjárfest eins mikið í íbúðarhúsnæði á einum árshelmingi og nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti nam 40 milljörðum króna

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti jókst um 2,7 milljarða

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 40 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en það er 2,7 milljörðum krónum meira en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti í júní nam 6,3 milljörðum króna en það er 9 milljörðum krónum meira en fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skörp hækkun í FL Group

Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 42 prósent frá því að félagið birti hálfs árs uppgjör um miðjan ágúst. Þetta er meiri hækkun en hjá nokkru öðru Kauphallarfélagi á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Airbus tilkynnir um tafir

EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikið ber í milli Evrópu og Ameríku

Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjórnarformaður Íslands valinn

Í dag verður tilkynnt hver hefur hlotið nafnbótina Stjórnarformaður Íslands 2006. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá breytingum á stýrivaxtastigi bankans í dag. Sérfræðingar búast almennt við því að hækkanaferli bankans sé á enda og reikna með því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vestra í 5,25 prósentum.

Viðskipti erlent