Ástin og lífið

Fréttamynd

Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur

Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift.

Lífið
Fréttamynd

Endar örugg­lega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni

„Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Eftir þrettán ára nám fékk Saga bíl­próf

Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns.

Lífið
Fréttamynd

„Ég mun lifa á þessum degi út ævina“

„Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

„Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“

„Maður þarf að hafa fyrir því að halda í vináttuna. Og mig langaði að fjalla um hvernig ég hef gert það, hvernig ég upplifi vináttu. Og það hefur gerst að maður missir vini,“ segir tónlistarkonan Iðunn Einars, hið 26 ára tónskáldið, er hún talar um breiðskífu sína Í hennar heimi sem kom út í fyrra og var meðal annars tilnefnd til plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor.

Menning
Fréttamynd

„Þarna fylltist hjartað af hamingju“

„Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins.

Lífið
Fréttamynd

Einar og Milla eignuðust dreng

Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Milla Ósk Magnúsdóttir, yfirframleiðandi hjá ACT4, eignuðust son á mánudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Draumabrúðkaup í sex­tíu ára gömlum kjól frá ömmu

„Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. 

Lífið
Fréttamynd

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heitt og splunku­nýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var al­gjört bíómyndamóment“

„Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég hef alltaf elskað slör og var einu sinni brúður á öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag,“ segir myndlistarkonan Þórdís Erla Zoega sem gifti sig við draumkennda athöfn í Hellisgerði fyrr í júlí.

Lífið
Fréttamynd

Jóhanna Guð­rún og Ólafur giftu sig

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa ef marka má samfélagsmiðlafærslurnar.

Lífið
Fréttamynd

Ragga Holm og Elma giftu sig

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærasta hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir giftu sig í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Hefði ekki getað óskað mér fal­legri dags“

„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Aron Can heill á húfi

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Í vinnutengdri ástar­sorg

Nei, við erum ekki að fara að tala um framhjáhaldið sem óvart virtist komast upp á Coldplay-tónleikunum um daginn. En við erum samt að fara að tala um ástarsorg í vinnunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Lífið
Fréttamynd

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ástin sveif yfir ítölskum vötnum

„Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“

Ást og gosmengun einkenndu andrúmsloftið í síðastliðinni viku og stjörnur landsins nutu lífsins eins og þeim einum er lagið hvort sem það var í brúðkaupum, afmælum, útlandaferðum eða öðru elegant fjöri. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg.

Lífið
Fréttamynd

Sætar og seiðandi ein­hleypar sumarskvísur

Akkúrat núna eru óvenjumargar stórglæsilegar og sjarmerandi konur á lausu. Í tilefni þess hefur Lífið á Vísi, með dyggri aðstoð álitsgjafa sem telja sig hafa puttann á púlsinum, tekið saman lista yfir konur sem eru hver annarri glæsilegri og kunna að njóta lífsins til fulls.

Lífið