Lögreglan Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Einn einstaklingur mun verða kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, en hann er sagður hafa kýlt tvo lögreglumenn í andlitið á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Innlent 8.9.2024 08:58 Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15 Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 19:02 Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Innlent 4.9.2024 13:22 „Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. Innlent 4.9.2024 10:49 Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. Innlent 3.9.2024 19:33 Ákvörðun handan við hornið Dómsmálaráðherra ætlar að tilkynna ákvörðun sína varðandi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara á allra næstu dögum. Þetta sagði hún eftir fund ríkisstjórnar í morgun. Innlent 3.9.2024 16:30 „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. Innlent 3.9.2024 15:01 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Innlent 30.8.2024 12:13 Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. Innlent 29.8.2024 07:01 Þungar áhyggjur af vopnaburði ungmenna Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu. Innlent 28.8.2024 13:25 Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Innlent 28.8.2024 12:01 Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58 Yfir hundrað mál á tólf tímum Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð. Lífið 25.8.2024 10:01 Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu. Innlent 23.8.2024 14:52 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Innlent 20.8.2024 09:22 Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Skoðun 19.8.2024 07:01 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Innlent 17.8.2024 07:51 Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Innlent 14.8.2024 08:59 Gekk berserksgang og olli tjóni á þremur bifreiðum Maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa valdið tjóni á þremur bifreiðum fyrir utan slysadeild. Maðurinn hafði fram að því gengið berserskgang að sögn lögreglu. Innlent 3.8.2024 17:57 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Innlent 3.8.2024 17:34 Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Innlent 1.8.2024 12:18 Allt klárt hjá lögreglu og sjálfboðaliðum fyrir þjóðhátíð Lögreglan í Vestmannaeyjum er eins klár og hægt er fyrir þjóðhátíð en hún fær þó mikla aðstoð lögreglumanna og fíkniefnahunda af fasta landinu. Sjálfboðaliðar eru líka klárir fyrir þjóðhátíð. Innlent 31.7.2024 20:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Innlent 25.7.2024 12:22 Umboðsmaður Alþingis áminnir ríkislögreglustjóra Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirfylgni ríkislögreglustjóra við reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar hafi verið ábótavant. Innlent 23.7.2024 07:19 „Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Innlent 16.7.2024 10:50 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Fótbolti 12.7.2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Fótbolti 12.7.2024 11:10 Svikahrappar reyna að gabba lögregluna Óprúttinn aðili gerði í dag tilraun til að gabba lögregluna á Suðurnesjum með póstsvindli svokölluðu sem herjað hefur á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár. Innlent 11.7.2024 18:58 Áttatíu ára gamall gæsastuldur á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjar upp forvitnilega lögregluskýrslu á Fésbókarsíðu sinni sem var rituð fyrir rúmum 83 árum. Lífið 5.7.2024 14:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 39 ›
Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Einn einstaklingur mun verða kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, en hann er sagður hafa kýlt tvo lögreglumenn í andlitið á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Innlent 8.9.2024 08:58
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15
Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 19:02
Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Innlent 4.9.2024 13:22
„Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. Innlent 4.9.2024 10:49
Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. Innlent 3.9.2024 19:33
Ákvörðun handan við hornið Dómsmálaráðherra ætlar að tilkynna ákvörðun sína varðandi Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara á allra næstu dögum. Þetta sagði hún eftir fund ríkisstjórnar í morgun. Innlent 3.9.2024 16:30
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. Innlent 3.9.2024 15:01
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Innlent 30.8.2024 12:13
Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu. Innlent 29.8.2024 07:01
Þungar áhyggjur af vopnaburði ungmenna Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu. Innlent 28.8.2024 13:25
Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landamærunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt. Innlent 28.8.2024 12:01
Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58
Yfir hundrað mál á tólf tímum Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð. Lífið 25.8.2024 10:01
Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu. Innlent 23.8.2024 14:52
Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Innlent 20.8.2024 09:22
Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Skoðun 19.8.2024 07:01
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Innlent 17.8.2024 07:51
Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Innlent 14.8.2024 08:59
Gekk berserksgang og olli tjóni á þremur bifreiðum Maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa valdið tjóni á þremur bifreiðum fyrir utan slysadeild. Maðurinn hafði fram að því gengið berserskgang að sögn lögreglu. Innlent 3.8.2024 17:57
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Innlent 3.8.2024 17:34
Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Innlent 1.8.2024 12:18
Allt klárt hjá lögreglu og sjálfboðaliðum fyrir þjóðhátíð Lögreglan í Vestmannaeyjum er eins klár og hægt er fyrir þjóðhátíð en hún fær þó mikla aðstoð lögreglumanna og fíkniefnahunda af fasta landinu. Sjálfboðaliðar eru líka klárir fyrir þjóðhátíð. Innlent 31.7.2024 20:05
Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Innlent 25.7.2024 12:22
Umboðsmaður Alþingis áminnir ríkislögreglustjóra Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirfylgni ríkislögreglustjóra við reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar hafi verið ábótavant. Innlent 23.7.2024 07:19
„Við erum bara að segja þeim að vinna vinnuna sína“ Embætti ríkissaksóknara hefur skipað Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn á fjársöfnun Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp, sjálfboðaliða samtakanna. Innlent 16.7.2024 10:50
Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Fótbolti 12.7.2024 11:47
UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Fótbolti 12.7.2024 11:10
Svikahrappar reyna að gabba lögregluna Óprúttinn aðili gerði í dag tilraun til að gabba lögregluna á Suðurnesjum með póstsvindli svokölluðu sem herjað hefur á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár. Innlent 11.7.2024 18:58
Áttatíu ára gamall gæsastuldur á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjar upp forvitnilega lögregluskýrslu á Fésbókarsíðu sinni sem var rituð fyrir rúmum 83 árum. Lífið 5.7.2024 14:11