Lögreglan

Fréttamynd

Lög­regla stoppaði veg­far­endur og bauð þeim far í bólu­­­setningu

Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bólu­efna­skömmtum sem heilsu­gæslan á Húsa­vík hafði til um­ráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólu­setningu. Lög­reglan á Húsa­vík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólu­sett fólk og kippti því með sér á bólu­setningar­stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Telur upp­setningu öryggis­mynda­véla á leik­völlum var­huga­verða

47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember

Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári.  Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ekkert of­beldi án ger­enda

Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

Innlent
Fréttamynd

„Baga­legt að þurfa að reka em­bætti á lof­orðum“

Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Að smyrja þynnra – við erum enn of fá

Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilningur ríki um nýja lög­reglu­bílinn

Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað.

Innlent
Fréttamynd

Vill skylda alla lögreglumenn til að sækja sálfræðiþjónustu

Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu þrjátíu árum. Formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar sláandi og hyggst leggja til að lögreglumönnum verði gert skylt að sækja sálfræðiþjónustu með reglulegu millibili. Lögreglumaður segir það hingað til hafa verið litið á það sem veikleikamerki að viðurkenna vanmátt sinn.

Innlent
Fréttamynd

Stríðið sem við getum stoppað

Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur nú staðið í hálfa öld. Á þeim tíma hefur fíkniefnaneysla stóraukist, glæpir tengdir fíkniefnum vaxið ár frá ári og kostnaðurinn í mannslífum hækkar stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Kostirnir við Schengen fleiri en gallarnir eins og er

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir kostina við Schengen-samstarfið fleiri en gallana. Alltaf þarf að vega og meta kosti og galla slíks samstarfs. Þetta sagði Áslaug Arna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var meðal annars geta lögreglu til að vísa brotamönnum úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla kölluð til vegna ilmvatnsfiktara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til snemma í gærkvöldi vegna manns sem var að skemma ilmvatnsumbúðir í verslun í póstnúmerinu 103. Talið var að maðurinn hefði ætlað að stela ilmvatninu en hann var kærður fyrir eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni

Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla sviðsetur morðið í Rauðagerði

Töluverður fjöldi lögreglumanna er við störf í Rauðagerði í tengslum við morðið sem þar var framið í febrúar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að um sé að ræða vettvangsvinnu í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent