
Lögreglan

„Við skjótum allar þessar fokking löggur“
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári.

Þau sækjast eftir stöðu samskiptastjóra ríkislögreglustjóra
Alls sóttu 33 um stöðu samskiptastjóra embættis ríkislögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar í lok ágústmánaðar.

Dæmd fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglumann sem var við skyldustörf í júlí 2020.

Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála
Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit.

Svona virka nýjar meðalhraðamyndavélar
Samgönguráðuneytið hefur veitt lögreglu heimild til að styðjast við nýjar hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða bíla á löngum vegarkafla. Enn liggur ekki fyrir hvernig sektum fyrir of hraðan meðalakstur verður háttað.

Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar
Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni.

Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals
Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt.

Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt
Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi
Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt.

Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu
Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt.

Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús
Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða.

Lögregla býr sig undir átök
Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi.

Skoða ekki persónuleg samskipti lögreglumanna „um daginn og veginn“
Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ritað öllum lögreglumönnum í landinu bréf þar sem áréttað er að nefndin hlusti ekki eftir persónulegum samskiptum á milli lögreglumann „um daginn og veginn“ þegar nefndin skoðar efni úr búkmyndavélum lögreglumannna vegna kvartana yfir störfum þeirra.

Þingið verði að bregðast hratt við berist viðvörunarorð frá lögreglu vegna sjálfvirkra skotvopna
Þingmaður segir aukinn innflutning á sjálfvirkum skotvopnum vekja óhug. Þingmenn verði að hlusta á lögregluna og bregðast hratt við ef viðvörunarorð berist frá henni vegna fjölda sjálfvirkra vopna á Íslandi.

Hefur áhyggjur af stolnum byssum
Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur.

Sjö byssum stolið á síðasta ári
Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum hér á landi eru þýfi. Sjö byssum var stolið á síðasta ári og segir lögreglufulltrúi að þær finnist yfirleitt hjá góðkunningjum lögreglunnar.

180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi og lang flestar virkar
180 vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi og eru lang flestar þeirra virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019.

Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða
Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar.

Hjalti Úrsus heldur því fram að lögregla ljúgi til um blóðprufu í máli sonar hans
Hjalti Úrsus Árnason segir að vænta megi skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu af áður óþekktri stærðargráðu í hliðstæðum málum.

Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.

Banna drónaflug í námunda við bandarískt herskip í Reykjavík
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að leggja bann við flugi dróna og annarra fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt hingað til lands. Skipið mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn.

Hætt að afhenda lögreglu vottorð hælisleitenda í bili
Óvissa er uppi um hvort Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu megi afhenda lögreglu bólusetningarvottorð einstaklinga eins og stofnunin gerði í tilfelli tveggja Palestínumanna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsugæslan hefur ákveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lögreglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta atriði.

Hrottalegar netofsóknir gegn ungri konu: Auglýst og sögð vilja láta nauðga sér
Ung kona segist hafa ítrekað lent í netofsóknum á síðustu árum. Meðal annars hefur auglýsing verið sett fram í hennar nafni þar sem kemur fram að hún bjóði uppá kynlífsþjónustu og er svo sögð vilja láta nauðga sér. Engin lög eru til um auðkennisþjófnað hér á landi.

Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður
Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13.

Solaris kvarta til Umboðsmanns vegna Útlendingastofnunar og lögreglu
Stjórn Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi“ vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí.

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína
Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna
Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun.

Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta
Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp.

Pírataframapotarar
Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld.

Vissu af samskiptum innan lögreglu í rannsókn sem beindist að þeim
Eigendur Ásmundarsalar vissu af umdeildum ummælum lögregluþjóna á vettvangi á Þorláksmessu áður en nefnd um eftirlit með lögreglu hafði vitneskju um ummælin.