
Sendiráð Íslands

Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu
Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College.

Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust
Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun.

Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.

Séra Sigfús nýr sendiráðsprestur í Kaupamannahöfn
Séra Sigfús Kristjánsson hefur tekið til starfa sem sendiráðsprestur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn.

Skellti sér til Parísar og heimsótti einnig minnstu sendiskrifstofuna
Áttundi og síðasti þátturinn af Sendiráðum Íslands verður á dagskrá í kvöld og að þessu sinni kynnir Sindri Sindrason sér sendiráð okkar Íslendinga í París.

Sendiráð Íslands: Fær dollar í laun á ári
Í New York og öðrum stórborgum Bandaríkjanna snýst allt um viðskipti og áhuginn á Íslandi og því sem íslenskt er fer vaxandi ár frá ári.

Virðulegur sendiherrann er 80s aðdáandi númer eitt
Yfir tíu þúsund Íslendingar búa í Noregi en í Osló, í sögufrægu húsi þar í borg, er eitt elsta sendiráð okkar staðsett.

Ísland með tvo sendiherra í Brussel
"Við höfum rödd þegar kemur að jafnréttismálum og við beitum okkur,“ segja báðir sendiherrar Íslands í Belgíu, annar fyrir ESB og hinn fyrir NATÓ.

Ísland með sendiráð í 9000 kílómetra fjarlægð
Í þriðja þætti af Sendiráðum Íslands heimsækjum við sendiráð okkar í Tókýó sem er lengst í burtu af þeim öllum.

Sjáðu þáttinn í heild sinni: Öll sendiráð Norðurlandanna undir einum hatti í Berlín
Sendiráð Íslands hófst á Stöð 2 í síðustu viku en í þáttaröðinni verður skyggnst inn í forvitnilegan heim sendiráða okkar víða um heim.

Sendiráð Íslands: Á bak við tjöldin í glæsilegu sendiráði Íslands í Moskvu
Fyrsti þáttur er sýndur í heild sinni á Vísi.

Af hverju sendiráð í Moskvu?
Sendiráð Íslands hefjast miðvikudaginn 14. september á Stöð 2 en í þáttaröðinni verður skyggnst inn í forvitnilegan heim sendiráða okkar víða um heim.

Skoðar hvort sendiráð Íslands séu kampavínsklúbbar eða mikilvæg þjónusta
Hvert er hlutverk sendiráða Íslands? Eru þau tímaskekkja, óþarfi á tímum þegar meiri peningum þarf að verja í heilbrigðis og menntamál eða skipta þau máli? Þetta eru spurningar sem Sindri Sindrason hafði með sér í farteskinu þegar hann fór af stað í tökur á þáttaröðinni Sendiráð Íslands, sem verður sýnd á Stöð 2 í haust.