Umferðaröryggi

Fréttamynd

Vilja minnka um­ferðar­hraða á Bú­staða­vegi

Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra

Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.

Innlent
Fréttamynd

Árið 2020 í myndum

Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er skelfilegt að eiga við þetta“

Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi.

Innlent
Fréttamynd

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.

Innlent
Fréttamynd

„Þarna var nýbúið að taka fram úr mér“

Honum Úlfari Snæ Arnarsyni brá nokkuð í brún þegar hann mætti jepplingi ekið á móti umferð á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði í gær. Úlfar telur líklegt að ökumaður bílsins hafi ruglast í ríminu og að hann hafi ekki áttað sig á mistökunum, miðað við hraðann sem hann var á.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu

Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi.

Innlent
Fréttamynd

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli.

Innlent
Fréttamynd

Fær fullar bætur sex árum eftir al­var­legt bíl­slys á Gullin­brú

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði

Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn

Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum

Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega.

Innlent