Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2023 21:41 Einar Hafliðason er bóndi í Fremri-Gufudal og gröfumaður hjá Borgarverki. Steingrímur Dúi Másson Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá vegagerð um Gufudalssveit. Verktakinn Borgarverk hófst handa í Þorskafirði í lok maímánaðar í fyrra, fyrir níu mánuðum. Núna er búið að moka fyrir vegstæðinu og leggja í það undirlag á níu kílómetra kafla af ellefu á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Nýi vegurinn mun liggja skammt ofan við íbúðarhúsið á eyðijörðinni Gröf. Fjær sést í vinnubúðir Borgarverks. Þorskafjörður og Vaðalfjöll til hægri.Steingrímur Dúi Másson Aðalvinnubúðir Borgarverks eru við eyðibýlið Gröf. Tólf til fimmtán manns hafa unnið þar í vetur, þeirra á meðal bóndinn í Fremri-Gufudal, Einar Hafliðason. „Það hefur gengið þokkalega. Ég held að það hafi bara verið tveir dagar sem hefur ekki verið hægt að vinna út af veðri. En veturinn bara búinn að vera góður,“ segir Einar. Þegar við spyrjum um tækjaflotann telur hann upp fjórar gröfur, fimm búkollur, tvær jarðýtur og tvo borvagna. Búkolla frá Borgarverki á nýja veginum sem verið er að leggja um Teigsskóg. Þorskafjörður til vinstri.Steingrímur Dúi Másson Vestan við jörðina Gröf er hinn eiginlegi Teigsskógur. Þar er núna komið sár í landslagið. En hvað finnst bóndanum um að sjá veginn ruddan þar í gegn? Finnst honum sárt að fara í gegnum Teigsskóg? „Nei. Þetta er bara hrís.“ -Þannig að þú sérð ekki eftir því að láta veginn fara hér í gegn? „Eftir fimm-sex ár, þá verður þetta hluti af landslaginu. Það eru það miklar kröfur um að koma gróðurþekju að þetta verður bara mjög fallegt, held ég.“ Horft inn Þorskafjörð í átt til Vaðalfjalla. Fyrir neðan má sjá hvar verið er að leggja nýja veginn.Steingrímur Dúi Másson -Heldurðu að þetta verði falleg leið að aka? „Já, mjög. Mjög falleg.“ -En verða einhverjir áningarstaðir fyrir fólk? „Það hlýtur að vera,“ svarar Einar. Nýi vegurinn til hægri. Neðarlega til vinstri sést gamli vegslóðinn sem áður var búið að ryðja um skóginn og liggur í átt að bústað á jörðinni Teigsskógi.Steingrímur Dúi Másson Verklok eru áætluð um miðjan október í haust en Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, gerir þó ráð fyrir að bundið slitlag verði lagt á veginn í ágúst og að hægt verði að opna hann í september. Leiðin um Teigsskóg er aðeins hluti af endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en áður var þverun Þorskafjarðar hafin. Stærsti þátturinn framundan er þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar og áformar Vegagerðin fyrir vetrarlok að bjóða út fyllingar í þá firði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá vegagerð um Gufudalssveit. Verktakinn Borgarverk hófst handa í Þorskafirði í lok maímánaðar í fyrra, fyrir níu mánuðum. Núna er búið að moka fyrir vegstæðinu og leggja í það undirlag á níu kílómetra kafla af ellefu á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Nýi vegurinn mun liggja skammt ofan við íbúðarhúsið á eyðijörðinni Gröf. Fjær sést í vinnubúðir Borgarverks. Þorskafjörður og Vaðalfjöll til hægri.Steingrímur Dúi Másson Aðalvinnubúðir Borgarverks eru við eyðibýlið Gröf. Tólf til fimmtán manns hafa unnið þar í vetur, þeirra á meðal bóndinn í Fremri-Gufudal, Einar Hafliðason. „Það hefur gengið þokkalega. Ég held að það hafi bara verið tveir dagar sem hefur ekki verið hægt að vinna út af veðri. En veturinn bara búinn að vera góður,“ segir Einar. Þegar við spyrjum um tækjaflotann telur hann upp fjórar gröfur, fimm búkollur, tvær jarðýtur og tvo borvagna. Búkolla frá Borgarverki á nýja veginum sem verið er að leggja um Teigsskóg. Þorskafjörður til vinstri.Steingrímur Dúi Másson Vestan við jörðina Gröf er hinn eiginlegi Teigsskógur. Þar er núna komið sár í landslagið. En hvað finnst bóndanum um að sjá veginn ruddan þar í gegn? Finnst honum sárt að fara í gegnum Teigsskóg? „Nei. Þetta er bara hrís.“ -Þannig að þú sérð ekki eftir því að láta veginn fara hér í gegn? „Eftir fimm-sex ár, þá verður þetta hluti af landslaginu. Það eru það miklar kröfur um að koma gróðurþekju að þetta verður bara mjög fallegt, held ég.“ Horft inn Þorskafjörð í átt til Vaðalfjalla. Fyrir neðan má sjá hvar verið er að leggja nýja veginn.Steingrímur Dúi Másson -Heldurðu að þetta verði falleg leið að aka? „Já, mjög. Mjög falleg.“ -En verða einhverjir áningarstaðir fyrir fólk? „Það hlýtur að vera,“ svarar Einar. Nýi vegurinn til hægri. Neðarlega til vinstri sést gamli vegslóðinn sem áður var búið að ryðja um skóginn og liggur í átt að bústað á jörðinni Teigsskógi.Steingrímur Dúi Másson Verklok eru áætluð um miðjan október í haust en Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, gerir þó ráð fyrir að bundið slitlag verði lagt á veginn í ágúst og að hægt verði að opna hann í september. Leiðin um Teigsskóg er aðeins hluti af endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en áður var þverun Þorskafjarðar hafin. Stærsti þátturinn framundan er þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar og áformar Vegagerðin fyrir vetrarlok að bjóða út fyllingar í þá firði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15