Hælisleitendur

Fréttamynd

Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitar­fé­lögunum

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki.

Innlent
Fréttamynd

Tekur gagn­rýni Reykja­nes­bæjar til sín og segir úr­bætur á loka­metrunum

Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá fleiri sveitar­fé­lög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel

Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Ára­tugur vafa­samra um­mæla grafi undan trausti fólks á kerfinu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hin­segin“

Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Er ein­hver skortur á bjánum hjá ríkis­sak­sóknara?

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi.Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku

Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi.

Innlent
Fréttamynd

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er

Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Innlent
Fréttamynd

Ungt félagshyggjufólk um allan heim fordæmir fjöldabrottvísanir

Alþjóðasamtök ungliðahreyfinga jafnaðar- og félagshyggjuflokka (IUSY) fordæma fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir flóttafólks á Íslandi. Neyðarályktun þess efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á heimsþingi IUSY sem fór fram í höfuðborg Albaníu dagana 2.-4. júní.

Innlent
Fréttamynd

Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpi Jóns frestað fram á haust

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur.

Innlent