Skagafjörður

Fréttamynd

Dýr­mætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggða­safni

Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. 

Innlent
Fréttamynd

Opna í há­deginu vegna skorts á sumarstarfsfólki

Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Sungið og sungið á Sauð­ár­króki

Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt.

Lífið
Fréttamynd

Hríðar­veður og erfitt yfir­ferðar á Norður­landi í dag

Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni.

Veður
Fréttamynd

Snjó­flóðið reyndist vera stór skafl

Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis. 

Innlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiðin á­fram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

Lífið
Fréttamynd

Heita vatnið að klárast á Sauð­ár­króki

Það er ekki bara á Suðurnesjum sem skortir heitt vatn því íbúar á Sauðárkóki og nærsveitum eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið sem er að klárast í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.

Innlent
Fréttamynd

Skag­firðinga­sveit segist svikin um níu milljónir króna

Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt.  Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 

Innlent
Fréttamynd

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu metra há renni­braut á Sauð­ár­króki

Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lagið hafi brugðist fötluðum syni hans

„Við erum ekki að biðja um stóra hluti, bara að sveitarfélagið gefi sér sjálft tíma til að fara í þær framkvæmdir sem það ætlar sér að fara í áður en við þurfum að flytja barnið okkar milli skóla,“ segir Hjörvar Árni Leósson, íbúi í Skagafirði og faðir fimm ára drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu. 

Innlent
Fréttamynd

Norður­land vill ísbirnina heim

Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis.

Innlent