Justin Bieber nýtur sín norður í landi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 10:39 Bieber hefur greinilega notið sín í heitu pottunum fyrir norðan. Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Bieber birti myndir af sér á Deplum í Instagram-færslu á miðnætti. Vel tattúeraður Bieber dýfði sér í pottinn í Calvin Klein-naríunum. Lúxushótelið Deplar Farm er í Fljótunum á Tröllaskaga skammt frá Hofsósi. Bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins árið 2016 og starfa þar um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar. Gistiherbergin eru aðeins þrettán talsins og kostar nóttin 350 þúsund krónur á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið um 900 þúsund krónur nóttin. Bieber sultuslakur í bleikri hettupeysu. Bieber birtir alls átta myndir í Instagram-færslu sinni. Þar af tvær þar sem hann nýtur sín í pottum hótelsins, þrjár af myndarlegri stofu á hótelinu, tvær náttúrulífsmyndir og svo eina þar sem hann er að tromma. Bieber er greinilega ekki einn á ferð en hins vegar er eiginkonu hans, Hailey Bieber, og barn hvergi að sjá á myndunum. Mikið hefur verið slúðrað upp á síðkastið um að hjónaband þeirra hjóna standi höllum fæti og vímuefnaneysla popparans og spili þar stóra rullu. Popparinn hefur á síðustu misserum hegðað sér undarlega á samfélagsmiðlum, birt undarlegar myndir og skilaboð sem hafa vakið áhyggjur aðdáenda um andlega líðan hans. Bieber slær á húðirnar. Hvort trommuslátturinn er til dægrastyttingar eða til upptöku er ekki gott að segja. Þó virðist sem það sé upptökubúnaður á nokkrum myndanna. Síðast þegar Bieber var á landinu var hann á hátindi ferils síns og kom fram á tvennum tónleikum í troðfullum Kórnum. Hann nýtti Íslandsförina einnig til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „I'll Show You“ í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Í kjölfarið varð sprenging í komu ferðamanna í gljúfrið og fjölgaði þeim um rúm áttatíu prósent milli ára. Frægir á ferð Bandaríkin Tónlist Íslandsvinir Skagafjörður Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Bieber birti myndir af sér á Deplum í Instagram-færslu á miðnætti. Vel tattúeraður Bieber dýfði sér í pottinn í Calvin Klein-naríunum. Lúxushótelið Deplar Farm er í Fljótunum á Tröllaskaga skammt frá Hofsósi. Bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins árið 2016 og starfa þar um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar. Gistiherbergin eru aðeins þrettán talsins og kostar nóttin 350 þúsund krónur á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið um 900 þúsund krónur nóttin. Bieber sultuslakur í bleikri hettupeysu. Bieber birtir alls átta myndir í Instagram-færslu sinni. Þar af tvær þar sem hann nýtur sín í pottum hótelsins, þrjár af myndarlegri stofu á hótelinu, tvær náttúrulífsmyndir og svo eina þar sem hann er að tromma. Bieber er greinilega ekki einn á ferð en hins vegar er eiginkonu hans, Hailey Bieber, og barn hvergi að sjá á myndunum. Mikið hefur verið slúðrað upp á síðkastið um að hjónaband þeirra hjóna standi höllum fæti og vímuefnaneysla popparans og spili þar stóra rullu. Popparinn hefur á síðustu misserum hegðað sér undarlega á samfélagsmiðlum, birt undarlegar myndir og skilaboð sem hafa vakið áhyggjur aðdáenda um andlega líðan hans. Bieber slær á húðirnar. Hvort trommuslátturinn er til dægrastyttingar eða til upptöku er ekki gott að segja. Þó virðist sem það sé upptökubúnaður á nokkrum myndanna. Síðast þegar Bieber var á landinu var hann á hátindi ferils síns og kom fram á tvennum tónleikum í troðfullum Kórnum. Hann nýtti Íslandsförina einnig til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „I'll Show You“ í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Í kjölfarið varð sprenging í komu ferðamanna í gljúfrið og fjölgaði þeim um rúm áttatíu prósent milli ára.
Frægir á ferð Bandaríkin Tónlist Íslandsvinir Skagafjörður Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31