Justin Bieber nýtur sín norður í landi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 10:39 Bieber hefur greinilega notið sín í heitu pottunum fyrir norðan. Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Bieber birti myndir af sér á Deplum í Instagram-færslu á miðnætti. Vel tattúeraður Bieber dýfði sér í pottinn í Calvin Klein-naríunum. Lúxushótelið Deplar Farm er í Fljótunum á Tröllaskaga skammt frá Hofsósi. Bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins árið 2016 og starfa þar um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar. Gistiherbergin eru aðeins þrettán talsins og kostar nóttin 350 þúsund krónur á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið um 900 þúsund krónur nóttin. Bieber sultuslakur í bleikri hettupeysu. Bieber birtir alls átta myndir í Instagram-færslu sinni. Þar af tvær þar sem hann nýtur sín í pottum hótelsins, þrjár af myndarlegri stofu á hótelinu, tvær náttúrulífsmyndir og svo eina þar sem hann er að tromma. Bieber er greinilega ekki einn á ferð en hins vegar er eiginkonu hans, Hailey Bieber, og barn hvergi að sjá á myndunum. Mikið hefur verið slúðrað upp á síðkastið um að hjónaband þeirra hjóna standi höllum fæti og vímuefnaneysla popparans og spili þar stóra rullu. Popparinn hefur á síðustu misserum hegðað sér undarlega á samfélagsmiðlum, birt undarlegar myndir og skilaboð sem hafa vakið áhyggjur aðdáenda um andlega líðan hans. Bieber slær á húðirnar. Hvort trommuslátturinn er til dægrastyttingar eða til upptöku er ekki gott að segja. Þó virðist sem það sé upptökubúnaður á nokkrum myndanna. Síðast þegar Bieber var á landinu var hann á hátindi ferils síns og kom fram á tvennum tónleikum í troðfullum Kórnum. Hann nýtti Íslandsförina einnig til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „I'll Show You“ í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Í kjölfarið varð sprenging í komu ferðamanna í gljúfrið og fjölgaði þeim um rúm áttatíu prósent milli ára. Frægir á ferð Bandaríkin Tónlist Íslandsvinir Skagafjörður Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Bieber birti myndir af sér á Deplum í Instagram-færslu á miðnætti. Vel tattúeraður Bieber dýfði sér í pottinn í Calvin Klein-naríunum. Lúxushótelið Deplar Farm er í Fljótunum á Tröllaskaga skammt frá Hofsósi. Bandaríska lúxusferðaþjónustan Eleven Experience hóf rekstur sveitahótelsins árið 2016 og starfa þar um 80 manns, þar af 20-25 Íslendingar. Gistiherbergin eru aðeins þrettán talsins og kostar nóttin 350 þúsund krónur á ódýrasta gistiherberginu en dýrasta herbergið um 900 þúsund krónur nóttin. Bieber sultuslakur í bleikri hettupeysu. Bieber birtir alls átta myndir í Instagram-færslu sinni. Þar af tvær þar sem hann nýtur sín í pottum hótelsins, þrjár af myndarlegri stofu á hótelinu, tvær náttúrulífsmyndir og svo eina þar sem hann er að tromma. Bieber er greinilega ekki einn á ferð en hins vegar er eiginkonu hans, Hailey Bieber, og barn hvergi að sjá á myndunum. Mikið hefur verið slúðrað upp á síðkastið um að hjónaband þeirra hjóna standi höllum fæti og vímuefnaneysla popparans og spili þar stóra rullu. Popparinn hefur á síðustu misserum hegðað sér undarlega á samfélagsmiðlum, birt undarlegar myndir og skilaboð sem hafa vakið áhyggjur aðdáenda um andlega líðan hans. Bieber slær á húðirnar. Hvort trommuslátturinn er til dægrastyttingar eða til upptöku er ekki gott að segja. Þó virðist sem það sé upptökubúnaður á nokkrum myndanna. Síðast þegar Bieber var á landinu var hann á hátindi ferils síns og kom fram á tvennum tónleikum í troðfullum Kórnum. Hann nýtti Íslandsförina einnig til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „I'll Show You“ í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Í kjölfarið varð sprenging í komu ferðamanna í gljúfrið og fjölgaði þeim um rúm áttatíu prósent milli ára.
Frægir á ferð Bandaríkin Tónlist Íslandsvinir Skagafjörður Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31