Árborg

Fréttamynd

Harmar at­vik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Frá­farandi bæjar­stjóri Ár­borgar sóttist eftir að halda á­fram

Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Soffía er nýr skóla­meistari FSu

Soffía Sveinsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Soffíu í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Brauðtertuveisla í brauðtertusamkeppni á Sel­fossi

Átta manns skiluðu inn nokkrum brauðtertum og ostakökum í morgun í brauðtertu og ostakökusamkeppni Kaffi Krúsar og Konungskaffi á Selfossi. Brauðtertan, sem vinnur fer í sölu í Konungskaffi í nýja miðbænum í sumar og ostkakan á Kaffi Krús við Austurveg.

Lífið
Fréttamynd

Fjóla felldi hreinan meiri­hluta

Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar.

Innlent
Fréttamynd

„Ömur­leg staða að vera settur í“

Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss.

Innlent
Fréttamynd

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir sein­læti First Water stór­furðu­legt

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljarða fjár­festing í upp­námi

Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

93 ára og 90 ára söng­fuglar á Suður­landi

Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal.

Lífið
Fréttamynd

Sinubruni við Hellisskóg á Sel­fossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út vegna sinubruna við Hellisskóg á Selfossi um klukkan 13 í dag. Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt fyrir utan Selfoss. Búið er að slökkva brunann en eldsupptök má rekja til flugelda sem barn lék sér með á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni

Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og ný­árs

Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lags­mál og upp­bygging í Ár­borg

Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt.

Skoðun
Fréttamynd

Hjóla­stólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins

Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín.

Innlent