
Suðurnesjabær

Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu
Ökumaður sem lögregluþjónar veittu eftirför þegar áreksturinn varð situr enn í síbrotagæslu og er búist við því að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir honum.

„Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum“
Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi.

Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum
Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota.

Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi
Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í.

Mateusz fannst látinn í Póllandi
Mateusz Tynski, pólskur maður sem búsettur var í Sandgerði og lýst var eftir á síðasta ári, fannst látinn í Póllandi fyrr í þessum mánuði.

Stal fullri innkaupakerru í gegnum sjálfsafgreiðslukassa
Lögreglu á Suðurnesjum hefur borist kæra vegna þjófnaðar í verslun í Reykjanesbæ.

Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt.

Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför
Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför.

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi
Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins.

Köstuðu flugeldum inn í anddyri fjölbýlishúss
Nokkrar tilkynningar bárust lögreglunni á Suðurnesjum um áramótin vegna óæskilegrar meðferðar á flugeldum.

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur.

Slökkvilið kallað út í Sandgerði
Brunavörnum Suðurnesja var nú á fjórða tímanum tilkynnt um reyk úr kjallara í geymsluhúsnæði við Strandgötu í Sandgerði.

Slökkvilið kallað út vegna elds í Sandgerði
Slökkviliðsmenn á vegnum Brunavarna Suðurnesja eru nú á leiðinni til Sandgerðis eftir að tilkynnt var um eld í bílskúr húss við Brekkustíg.

Víðismenn minnast Grétars Einarssonar
Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði minnist í dag markahæsta leikmanns félagsins í efstu deild frá upphafi en Grétar Einarsson féll frá 16. september eftir harða en skammvinna baráttu við alvarleg veikindi.

210 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur á Sandgerðisvegi
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann sem mældist á 149 kílómetra hraða á Sandgerðisvegi fyrir skömmu.

Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra
Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan.

Slökkti eld með garðslöngu
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja var fyrstur á staðinn en þegar að var komið var eigandi bústaðarins búinn að slökkva eldinn með garðslöngu.

Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks.

Sex hræ talin vera enn í fjörunni
Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag.

Um tuttugu hvalir dauðir í fjörunni
Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga 30 hvölum.

Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga
Staðan nokkuð endanleg fyrir þá sem eftir eru þegar fjarar aftur út í dag.

Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“
Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum.

Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði
Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand.

14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú
Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu.

Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll
Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð.

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum
Hlutfall mæðra sem ekki hafa náð tvítugsaldri er mun hærra á Suðurnesjum en á landsvísu. Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli
Málið er rakið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Hjón hlutu þunga dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum
Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar.

Enginn með allar tölur réttar í Víkingalottói
Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna.