Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 21:10 Hér má sjá tundurskeytið. Mynd/Aðsend Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss. Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss.
Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira