Reykjavík

Fréttamynd

„Hann kom víða við og snerti marga“

Minningarsjóður hefur verið stofnaður fyrir eiginkonu og börn Egils Þórs Jónssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lést í desember eftir áralanga baráttu við krabbamein. Vinkona Egils segir fjarveru frá börnunum hafa tekið mest á Egil meðan á veikindum hans stóð.

Innlent
Fréttamynd

„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og á­byrgðin liggi hjá borgar­stjóra

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð.

Innlent
Fréttamynd

Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir

Hjónin Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, seldu einbýlishús sitt að Freyjugötu 37 í Reykjavík á 219 milljónir króna. Um er að 312 fermetra eign í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum.

Lífið
Fréttamynd

Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalar­nesi

Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. 

Innlent
Fréttamynd

Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið

Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sviptur á staðnum fyrir ofsa­akstur á 30-götu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Árni Grétar Futuregrapher látinn

Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records.

Innlent
Fréttamynd

Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna

Eigendur Perlunnar þróunarfélags eru að ganga frá kaupum á Perlunni og tveimur tönkum í Öskjuhlíð af Reykjavíkurborg. Kaupverðið er rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. Aðilar eiga eftir að klára samninginn og svo skrifum við undir segir forstjóri þróunarfélagsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strætómiðinn dýrari

Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Vöru­húsið í Álfa­bakka - í boði hvers?

Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóða fólki í kuldaþjálfun

Hópur fólks kemur saman tvisvar í viku á Ylströndinni í Nauthólsvík í þeim tilgangi að reyna að sigrast á kuldanum. Þar fer fram svokölluð kuldaþjálfun þar sem fólk fer á sundfötunum í snjóinn, tekur nokkur dansspor, hrópar, hlær og fer svo að lokum út í ískaldan sjóinn.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa undir­býr sig fyrir þjónustufall

Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað.

Neytendur
Fréttamynd

Ung­menni skar sig á múr­stein sem var kastað inn um glugga

Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. 

Innlent
Fréttamynd

Lúxusíbúð Kára og Erlu til Banda­ríkja­manna

Lúxusíbúð Kára Knútssonar lýtalæknis og Erlu Ólafsdóttur fyrrverandi bankastarfsmanns við Bryggjugötu í Reykjavík hefur verið seld. Hún var keypt af bandarísku hjónunum Tracy Hancock og Kenneth Matthew Hancock.

Lífið
Fréttamynd

Tungumálaörðug­leikar tefji fyrir rann­sókn

Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut stungu­sár í brjóst­hol en ekki lengur á gjör­gæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.

Innlent