Reykjavík

Fréttamynd

„Enginn mót­mælenda ógnaði lög­reglu­mönnum eða réðist að þeim“

Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti naglinn í borginni

Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum.

Skoðun
Fréttamynd

Við­ræður hafnar um kaup á Perlunni, Topp­stöðinni og 125 bíla­stæðum

Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Bóta­skylda FS vegna E.coli veikinda viður­kennd

Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum að tala um Bál­stofuna

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­reglan leitar vitna að tveggja bíla á­rekstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Airwa­ves ýtt úr vör á Grund

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. 

Tónlist
Fréttamynd

Eigna­sala fjár­magnar tap­rekstur

Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur.

Innherji
Fréttamynd

Bjóða út gerð land­fyllinga við Foss­vogs­brú

Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Fagna tuttugu ára af­mæli og troða upp á Grund

Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 

Tónlist
Fréttamynd

Um­mæli borgar­stjóra og ó­bragð í munni

Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Grát­biðja deilu­aðila að finna lausn

Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgar­stjóri

Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ó­geðs­lega sár fyrir hönd barnanna okkar“

Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Perlan þurfi að seljast fyrir ára­mót svo dæmið gangi upp

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Flug­slysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við

„Viðmót flugmálayfirvalda olli okkur verulegum vonbrigðum. Kannski eru þetta mannleg viðbrögð. En þetta sýnir að þetta getur rist djúpt, að einhverjir almennir borgarar geti farið að veita kerfinu aðhald, spyrja spurninga og efast um vinnubrögð þeirra,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson.

Innlent