Belgía

Fréttamynd

Ekki rannsakað sem hryðjuverk

Sex eru látnir og tíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í La Louvière í Belgíu í morgun. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Nóg að gera hjá for­sætis­ráð­herra í Brussel

Forsætisráðherra varði síðastliðnum sólarhring í Brussel þar sem hún fundaði meðal annars með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um stríðið í Úkraínu og flutti ávarp í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel

Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina.

Lífið
Fréttamynd

Höfuð­paur mansals­hrings dæmdur vegna dauða 39 manna

Dómstóll í Belgíu hefur dæmt víetnamskan mann, sem talinn er vera höfuðpaur mansalshrings, í fimmtán ára fangelsi vegna dauða 39 Víetnama sem létust af völdum súrefnisskorts í vöruflutningabíl sem fannst yfirgefinn í Essex í Bretlandi í október 2019.

Erlent
Fréttamynd

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent
Fréttamynd

Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk

Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri sögufrægrar Formúlu 1-brautar myrtur

Nathalie Maillet, forstjóri Spa-Francorchamps kappaktursbrautarinnar í Belgíu, fannst látin á heimili sínu í gær. Svo virðist sem að eiginmaður hennar hafi skotið hana og aðra konu til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

Erlent
Fréttamynd

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

Erlent
Fréttamynd

Fimm táningar í Belgíu handteknir fyrir hópnauðgun

Fimm táningar hafa verið handteknir í Belgíu í tengslum við meinta hópnauðgun 14 ára stúlku sem lést minna en viku eftir árásina. Samkvæmt belgískum miðlum var myndum af árásinni deilt á netinu og stúlkan framdi sjálfsvíg fjórum dögum seinna.

Erlent
Fréttamynd

Sendi­herra kallaður heim eftir að konan hans sló af­greiðslu­konu

Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því.

Erlent