Slökkvilið

Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola
Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt.

Alvarlega slasaður eftir misheppnaðan framúrakstur
Ökumaður jeppa, sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi 20. desember síðastliðinn, slasaðist alvarlega í árekstrinum. Jepplingur, sem reynt hafði framúrakstur, lenti framan á bílnum með þessum alvarlegu afleiðingum.

Reyndust vera að bræða tjörupappa
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í þaki einbýlishúss í Bakkaflöt í Garðabæ út á ellefta tímanum í morgun.

„Því miður, fullt af bílum þar inni“
Ljóst er að mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti í gær.

Kviknaði í út frá kertaskreytingu í Hveragerði
Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hveragerði rétt í þessu. Um var að ræða eld frá kertaskreytingu á borði.

Mikill viðbúnaður vegna elds í bílageymslu í Seljahverfi
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna elds í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti. Slökkvistarf gekk vel en þrír bílar brunnu.

Gray line léttir undir með slökkviliðinu
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda.

Slökkviliðið kannar brunalykt á Grandanum
Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum.

Slökkviliðið biður fólk að passa sig á „covid fjandanum“
Nóg hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega og passa sig á „covid fjandanum.“

„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“
Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg
Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi.

Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu
Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót.

Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka
Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum.

Eldur í Sigtúni reyndist vera í sjónvarpinu
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um eld í íbúð í Sigtúni í Reykjavík.

Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar
Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins.

Eldur í bíl við Austurver
Eldur kom upp í bíl við Austurver í Reykjavík nú í kvöld. Engin slys urðu á fólki.

Allt tiltækt lið sent í útkall sem reyndist óþarft
Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu
Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Ekið á mann við Sprengisand
Ekið var á mann á miðri götu á við Sprengisand rétt í þessu.

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni
Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu.

Eldur í gardínum í íbúð við Álftamýri
Eldur kom upp í blokkaríbúð í Álftamýri í gærkvöldi. Tilkynning barst slökkviliðinu um að gardínur íbúðarinnar stæðu í ljósum logum og var allt tiltækt lið sent á vettvang.

Reykræstu í húsi Nings á Suðurlandsbraut
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík upp úr klukkan þrjú í dag.

Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks
Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls.

Mikið að gera hjá örvuðum sjúkraflutningamönnum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 118 sjúkraflutningum í gær og í nótt.

Flestir viðbragðsaðilar hafa þegar fengið þriðja skammt
Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag.

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós
Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.

Ekið á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar
Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar rétt í þessu.

„Við hljótum að geta skemmt okkur betur en svo að kvöldið þurfi að enda í sjúkrabíl“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stóð í ströngu við sjúkraflutninga í gærkvöldi og í nótt. Eftir miðnætti í gærkvöldi voru fjórir til sex sjúkrabílar stöðugt í miðbæ Reykjavíkur.

Slökkvilið kallað út vegna brennds popps ellefu ára stráka
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í örbylgjuofni í húsi í austurborg Reykjavíkur í gær.

Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými
Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist.