Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 11:30 Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði. Stöð 2 Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. Það var nokkrum dögum fyrir jólin árið 2020 sem nokkrar aurskriður féllu á Seyðisfjörð með hræðilegum afleiðingum. Horfði á húsið sitt hverfa inn í drullumóðuna Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og kynningarfulltrúi Múlaþings og íbúi í húsinu Múla, segir frá því að þann 18. desember hafi hún lagt leið sína niður í Ferjuhús að sinna verkefnum. Nóttina áður hafði aurskriða rifið með sér mannlaust hús, Breiðablikshúsið. Rétt áður en Aðalheiður fór í vinnuna ræddi hún við eiginmann sinn og tvo syni. „Ég var svona að segja þeim að ég hefði nú heyrt að það væri einhver sprunga fyrir ofan húsið hjá okkur og þeir ættu nú kannski að fara að drífa sig.“ Það var svo um þrjúleytið þennan sama dag sem stór aurskriða féll á bæinn. Aðalheiður lýsir því hvernig hún hafi horft á húsið sitt hverfa. „Það var náttúrlega rosalegt sjokk. Húsið hverfur bara í drullumóðuna. Þannig að þeir voru inni þegar þetta gerist og ég horfi á. Það var bara alveg eins og maður væri að missa þá.“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar.Stöð 2 „Fjallið bara öskrar“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar, var einn af þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi. „Ég sé að hlíðin er að koma niður. Það er ekki að koma skriða niður, hlíðin er bókstaflega að koma niður og fjallið bara öskrar. Þá horfi ég inn á svæðið og sé að það er mjög mikið af fólki þar og hús ennþá uppi standandi. Þannig að ég fikra mig alltaf nær og sé að það er opin leið inn á svæðið. Þar er fjölskyldan að koma út sem býr í Múlanum. Ég bendi þeim bara á hvert þau eiga að fara,“ segir hann. „Mér fannst það vera heil eilífð en þeir komu bara allt í einu hlaupandi út úr svona einhvern veginn drullunni. Það vissi auðvitað engin hverjir, hvort að fólk hefði látist eða ekki. Þannig það var bara kaos,“ segir Aðalheiður. Klippa: Fjallið bara öskrar Baklandið Aurskriður á Seyðisfirði Slökkvilið Björgunarsveitir Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Það var nokkrum dögum fyrir jólin árið 2020 sem nokkrar aurskriður féllu á Seyðisfjörð með hræðilegum afleiðingum. Horfði á húsið sitt hverfa inn í drullumóðuna Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og kynningarfulltrúi Múlaþings og íbúi í húsinu Múla, segir frá því að þann 18. desember hafi hún lagt leið sína niður í Ferjuhús að sinna verkefnum. Nóttina áður hafði aurskriða rifið með sér mannlaust hús, Breiðablikshúsið. Rétt áður en Aðalheiður fór í vinnuna ræddi hún við eiginmann sinn og tvo syni. „Ég var svona að segja þeim að ég hefði nú heyrt að það væri einhver sprunga fyrir ofan húsið hjá okkur og þeir ættu nú kannski að fara að drífa sig.“ Það var svo um þrjúleytið þennan sama dag sem stór aurskriða féll á bæinn. Aðalheiður lýsir því hvernig hún hafi horft á húsið sitt hverfa. „Það var náttúrlega rosalegt sjokk. Húsið hverfur bara í drullumóðuna. Þannig að þeir voru inni þegar þetta gerist og ég horfi á. Það var bara alveg eins og maður væri að missa þá.“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar.Stöð 2 „Fjallið bara öskrar“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar, var einn af þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi. „Ég sé að hlíðin er að koma niður. Það er ekki að koma skriða niður, hlíðin er bókstaflega að koma niður og fjallið bara öskrar. Þá horfi ég inn á svæðið og sé að það er mjög mikið af fólki þar og hús ennþá uppi standandi. Þannig að ég fikra mig alltaf nær og sé að það er opin leið inn á svæðið. Þar er fjölskyldan að koma út sem býr í Múlanum. Ég bendi þeim bara á hvert þau eiga að fara,“ segir hann. „Mér fannst það vera heil eilífð en þeir komu bara allt í einu hlaupandi út úr svona einhvern veginn drullunni. Það vissi auðvitað engin hverjir, hvort að fólk hefði látist eða ekki. Þannig það var bara kaos,“ segir Aðalheiður. Klippa: Fjallið bara öskrar
Baklandið Aurskriður á Seyðisfirði Slökkvilið Björgunarsveitir Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08
Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47
Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49