Slökkvilið Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23 Slökktu minniháttar eld í Litlatúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti útkalli í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ, þar sem minniháttar eldur kviknaði í rafmagnstöflu. Innlent 2.9.2024 11:06 Kviknaði í eldhúsinu um miðja nótt Brunavarnir Suðurnesja slökktu í nótt eld í fjölbýli í Garði. Húsið er töluvert skemmt en sá eini sem var inni í húsinu slapp. Innlent 30.8.2024 10:14 Altjón eftir eldsvoða í Efstadal: Íbúar fundu reykjarlykt um miðja nótt Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa Innlent 30.8.2024 09:13 Einn slasaður í alvarlegu vinnuslysi í Urriðaholti Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang. Innlent 29.8.2024 16:03 Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Innlent 24.8.2024 20:23 Kviknaði í rútu við akstur á Ólafsfjarðarvegi Ólafsvegi, norðan við Hvamm, hefur verið lokað tímabundið eftir að eldur kom upp í rútu. Lukkulega var ökumaðurinn einn í ökutækinu þegar að eldur kom upp og náði að koma sér undan ómeiddur. Innlent 24.8.2024 16:13 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Innlent 24.8.2024 11:42 Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu. Innlent 23.8.2024 14:52 Flæðir inn á hús á Eyrinni í úrhellisrigningu Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum Innlent 23.8.2024 11:52 Altjón á vélaskemmu í bruna við Stokkseyri Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við. Innlent 22.8.2024 18:31 Komu í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði á Siglufirði Slökkvilið Fjallabyggðar kom í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang þegar útkall barst. Innlent 20.8.2024 22:39 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. Innlent 20.8.2024 07:40 Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. Innlent 20.8.2024 00:15 Kom að heimilinu í ljósum logum Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst. Innlent 18.8.2024 10:00 Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35 Pottur á eldavél talinn upptök brunans á Amtmannsstíg Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann. Innlent 16.8.2024 12:23 Þakklát fyrir þrjósku hundsins Margrét Víkingsdóttir var sofandi í íbúð sinni við Amtmannsstíg 6 þegar eldur kviknaði á neðri hæðinni. Hún slapp vel frá eldsvoðanum en sér á eftir nágranna sínum á sjötugsaldri sem lést í brunanum. Hún varð fyrst vör við eldinn eftir að hundurinn hennar vakti hana í morgunsárið. Innlent 14.8.2024 00:06 Íbúi á sjötugsaldri lést í brunanum við Amtmannsstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem var í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í morgun hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.8.2024 17:28 Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Innlent 13.8.2024 11:06 Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. Innlent 13.8.2024 08:35 Hringveginum lokað við Borgarnes vegna elds í vörubíl Hringvegurinn er lokaður við Hafnarskóg rétt sunnan við Borgarnes eftir að eldur kviknaði í stýrishúsi vörubíls. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins en áfram er unnið að því að þrífa veginn og fjarlægja ökutækið. Bílstjóra sakaði ekki. Innlent 12.8.2024 19:17 Eldur í flugskýli í Múlakoti í nótt Í nótt barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í gömlu flugskýli í Múlakoti. Vel gekk að ráða niðurlögum hans. Innlent 11.8.2024 12:21 Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41 Eldur í einu herbergi í íbúðarhúsnæði á Hallgerðargötu Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti í hádeginu útkalli vegna elds á Hallgerðargötu í Reykjavík. Tilkynning barst um eld í íbúðarhúsnæði klukkan 12. Slökvistarf gekk hratt og örugglega fyrir sig. Ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild. Innlent 8.8.2024 12:19 Mátti litlu muna að eldur í gámi bærist í hús Maður var handtekinn vegna elds í ruslagámi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla segir að hafi mátt litlu muna að bærist í nærliggjandi hús. Slökkviliði tókst að slökkva fljótt í gámnum. Innlent 3.8.2024 07:22 Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44 Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi. Innlent 31.7.2024 22:29 Hjólhýsi sem búið var í að engu orðið Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti. Innlent 31.7.2024 11:29 Fjörutíu tonn af eldfimu fiskafóðri í stórskemmdum bílnum Eldur sem kviknaði í bílstjórahúsi flutningabíls um klukkan sjö í kvöld dreifði sér í kassa bílsins, en í honum voru fjörutíu tonn af þurru fiskafóðri. Að sögn slökkviliðsmanns stórskemmdist bíllinn sem og vagninn. Innlent 30.7.2024 22:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 55 ›
Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23
Slökktu minniháttar eld í Litlatúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti útkalli í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ, þar sem minniháttar eldur kviknaði í rafmagnstöflu. Innlent 2.9.2024 11:06
Kviknaði í eldhúsinu um miðja nótt Brunavarnir Suðurnesja slökktu í nótt eld í fjölbýli í Garði. Húsið er töluvert skemmt en sá eini sem var inni í húsinu slapp. Innlent 30.8.2024 10:14
Altjón eftir eldsvoða í Efstadal: Íbúar fundu reykjarlykt um miðja nótt Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa Innlent 30.8.2024 09:13
Einn slasaður í alvarlegu vinnuslysi í Urriðaholti Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang. Innlent 29.8.2024 16:03
Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Innlent 24.8.2024 20:23
Kviknaði í rútu við akstur á Ólafsfjarðarvegi Ólafsvegi, norðan við Hvamm, hefur verið lokað tímabundið eftir að eldur kom upp í rútu. Lukkulega var ökumaðurinn einn í ökutækinu þegar að eldur kom upp og náði að koma sér undan ómeiddur. Innlent 24.8.2024 16:13
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Innlent 24.8.2024 11:42
Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu. Innlent 23.8.2024 14:52
Flæðir inn á hús á Eyrinni í úrhellisrigningu Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum Innlent 23.8.2024 11:52
Altjón á vélaskemmu í bruna við Stokkseyri Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við. Innlent 22.8.2024 18:31
Komu í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði á Siglufirði Slökkvilið Fjallabyggðar kom í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang þegar útkall barst. Innlent 20.8.2024 22:39
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. Innlent 20.8.2024 07:40
Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. Innlent 20.8.2024 00:15
Kom að heimilinu í ljósum logum Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst. Innlent 18.8.2024 10:00
Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35
Pottur á eldavél talinn upptök brunans á Amtmannsstíg Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann. Innlent 16.8.2024 12:23
Þakklát fyrir þrjósku hundsins Margrét Víkingsdóttir var sofandi í íbúð sinni við Amtmannsstíg 6 þegar eldur kviknaði á neðri hæðinni. Hún slapp vel frá eldsvoðanum en sér á eftir nágranna sínum á sjötugsaldri sem lést í brunanum. Hún varð fyrst vör við eldinn eftir að hundurinn hennar vakti hana í morgunsárið. Innlent 14.8.2024 00:06
Íbúi á sjötugsaldri lést í brunanum við Amtmannsstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem var í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í morgun hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.8.2024 17:28
Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Innlent 13.8.2024 11:06
Einn fluttur á slysadeild eftir bruna á Amtmannsstíg Einn var fluttur á slysadeild vegna bruna í húsi á Amtmannsstíg 6. Allt tiltækt lið slökkviliðs er á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta. Innlent 13.8.2024 08:35
Hringveginum lokað við Borgarnes vegna elds í vörubíl Hringvegurinn er lokaður við Hafnarskóg rétt sunnan við Borgarnes eftir að eldur kviknaði í stýrishúsi vörubíls. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins en áfram er unnið að því að þrífa veginn og fjarlægja ökutækið. Bílstjóra sakaði ekki. Innlent 12.8.2024 19:17
Eldur í flugskýli í Múlakoti í nótt Í nótt barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í gömlu flugskýli í Múlakoti. Vel gekk að ráða niðurlögum hans. Innlent 11.8.2024 12:21
Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Innlent 8.8.2024 19:41
Eldur í einu herbergi í íbúðarhúsnæði á Hallgerðargötu Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnti í hádeginu útkalli vegna elds á Hallgerðargötu í Reykjavík. Tilkynning barst um eld í íbúðarhúsnæði klukkan 12. Slökvistarf gekk hratt og örugglega fyrir sig. Ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild. Innlent 8.8.2024 12:19
Mátti litlu muna að eldur í gámi bærist í hús Maður var handtekinn vegna elds í ruslagámi í miðborg Reykjavíkur sem lögregla segir að hafi mátt litlu muna að bærist í nærliggjandi hús. Slökkviliði tókst að slökkva fljótt í gámnum. Innlent 3.8.2024 07:22
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44
Bíll hafnaði utan vegar í Hafnarfirði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst útkall á ellefta tímanum í kvöld um að bíll hefði hafnað utan vegar á Reykjavíkurvegi. Innlent 31.7.2024 22:29
Hjólhýsi sem búið var í að engu orðið Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti. Innlent 31.7.2024 11:29
Fjörutíu tonn af eldfimu fiskafóðri í stórskemmdum bílnum Eldur sem kviknaði í bílstjórahúsi flutningabíls um klukkan sjö í kvöld dreifði sér í kassa bílsins, en í honum voru fjörutíu tonn af þurru fiskafóðri. Að sögn slökkviliðsmanns stórskemmdist bíllinn sem og vagninn. Innlent 30.7.2024 22:30