Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 26. nóvember 2025 09:32 Árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með heimsókn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Krakkarnir í 3. bekk fengu m.a. tækifæri til að prófa að slökkva eld. „Krakkarnir taka okkur alltaf mjög vel þegar við mætum,” segir Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar eftir vel heppnaða heimsókn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, en árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með þeirri heimsókn. Átakið nær til allra nemenda í þriðja bekk grunnskóla á landinu. „Það er alltaf spenna í loftinu þegar slökkviliðsbíll mætir í skólann, sérstaklega ef það fylgir með ævintýri og ný skemmtileg bók,“ segir Sigurður en slökkviliðin fengu Bjarna Fritzson, einn vinsælasta barnabókahöfund landsins, í lið með sér þetta árið. Bjarna Fritzson, einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, tekur þátt í átakinu þetta árið með nýja bók um vinina knáu, Orra óstöðvandi og Möggu Messi. Nýjar og ferskar hetjur kynntar til leiks Nýja bókin inniheldur tvær sögur um vinina knáu, Orra óstöðvandi og Möggu Messi, sem leysa þau Loga og Glóð af hólmi sem frætt hafa börn landsins um eldvarnir um árabil. Í bókinni læra börnin og aðrir eldri lesendur um reykskynjara, flóttaleiðir og eldvarnir í gegnum ævintýri vinanna. Bókin sem krakkarnir fá gefins inniheldur tvær skemmtilegar sögur um Orra óstöðvandi og Möggu Messi. BBáðar sögur innihalda auk þess QR-kóða með hljóðbók. „Við vildum nálgast þetta með fersku yfirbragði í ár og vorum afar ánægð með að fá Bjarna til liðs við okkur. Bókin inniheldur tvær fræðandi og skemmtilegar sögur. Bjarni mætti sjálfur í Heiðarskóla og las upp úr bókinni og nemendur voru mjög áhugasamir um þessar nýju eldvarnahetjur,“ segir Sigurður. Allir krakkar í 3. bekk fá bókina að gjöf og henni fylgir getraunablað. „Þar má finna ýmsar spurningar tengdar fræðslu okkar og fróðleik úr bókinni. Þann 11. febrúar, á 112 daginn, verður dregið úr réttum svörum og 30 heppnir krakkar fá skemmtilegan vinning. Þar með ljúkum við formlega þessu árlega átaksverkefni.“ Auk bókarinnar var gerð teiknimynd um þau Orra óstöðvandi og Möggu Messi og fer hún í dreifingu samhliða heimsóknum slökkviliðanna. Sjúkraflutnngsmenn frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands mættu á sjúkrabíl og sýndu krökkunum. Konum fjölgað í stéttinni En í heimsókninni í Heiðarskóla var ekki bara lesið upp úr nýrri bók. Þar var einnig haldin rýmingaræfing og nemendur fengu að skoða stóru bílana; slökkvibílinn, stigabílinn og sjúkrabílinn. Síðast en alls ekki síst fengu þeir tækifæri til að prófa að slökkva eld.Sigurður segir að stelpurnar í hópnum hafi verið sérlega áhugasamar. „Konum hefur fjölgað mikið í slökkviliðinu og tengdum störfum undanfarin ár. Það er mjög ánægjuleg þróun. Í heimsókninni í skólann var til að mynda ein kona með okkur í slökkviliðinu og tvær aðrar í sjúkrabílnum. Við viljum gjarnan sýna nemendum að þótt starfsheitið sé „slökkviliðsmaður“ hentar vinnan öllum kynjum.“ F.v. eru Bjarni Ingimarsson, formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar, Elín Ósk Gunnarsdóttir úr sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Linda Björk Pálsdóttir, sveitastjóri Hvalfjarðarsveitar. Margt breyst á þremur áratugum Sigurður hefur staðið vaktina í eldvörnum í yfir tvo áratugi. „Þetta er 33. árið sem átakið er haldið og ég hef verið hluti af því í mörg ár, fyrst í hlutastarfi og svo í fullu. Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni ársins,“ segir hann. „Krakkarnir hlusta af mikilli athygli og fara svo heim og „kenna“ foreldrum sínum. Enda hefur það komið fyrir í fjölda tilfella að ég hef verið stoppaður „á förnum vegi“ þar sem foreldrar segjast hafa verið teknir í gegn heima hjá sér og eldvarnir heimilisins ræddar.” Fulltrúar yngri og eldri kynslóðarinnar fengu að slökkva eld. Til vinstri er Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar og til hægri má sjá vaskan fulltrúa Heiðarskóla spreyta sig. Margt hefur breyst frá því átakið hófst fyrir rúmum þremur áratugum. „Þá voru krakkar mest úti við að leika sér. Núna eyða margir meiri tíma heima við í leikjatölvunni, fartölvunni og í símanum.“ Sigurður bendir á að þetta búi til nýjar áskoranir í eldvörnum. „Er hleðslusnúran í lagi? En hleðslutækið? Við beinum þeim skilaboðum til barna að hafa þessi tæki ekki í eða undir rúminu og reynum að gera þau ábyrgari. Fyrir 30 árum var líka yfirleitt einn reykskynjari á heimili. Nú viljum við helst hafa einn slíkan í hverju herbergi og öllum rýmum þar sem fólk dvelur en þar eru einmitt símar og tölvur yfirleitt í hleðslu.“ Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Sigurður Þór Elísson, eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, er lengst til hægri á myndinni. Hann segir þó að enn í dag séu börn áhugasöm og fróðleiksfús um eldvarnir og vilja leggja sitt af mörkum. „Krakkarnir eru okkar bestu aðstoðarmenn og hjálparkokkar. Þau segja okkur reglulega magnaðar sögur tengdar eldsvoðum, þótt fæstar hafi ratað til okkar formlega,“ segir Sigurður og hlær. Sjúkrabíllinn vakti athygli yngri og eldri nemenda. Frábærir aðstoðarmenn og hjálparkokkar Mikilvægi reykskynjarans er alltaf jafn mikið að sögn Sigurðar. „Reykskynjarinn er alltaf í vinnunni og vakir yfir þér og heimili þínu. Það þarf að prófa hann reglulega og skipta um rafhlöður. Fyrsti desember er dagur reykskynjarans og þann dag er tilvalið að yfirfara reykskynjara á öllum heimilum og vinnustöðum. Við ræðum líka við krakkana um flóttaleiðir en þær þurfa að vera tvær, út um útihurðina og svo svalahurðina eða annað björgunarop.“ Flóttaleiðir þurfa allir á heimilinu að þekkja og þær þurfa alltaf að vera greiðfærar. Í lokin minnir Sigurður á helstu forvarnarpunktana: Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum. Slökkvitæki á að vera við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi. Tryggja þarf öllum á heimilinu að minnsta kosti tvær flóttaleiðir. Allir þekki neyðarnúmerið, 112, líka börnin. Brýnt er fyrir börnunum að fara varlega með kertaljós og annan opinn eld og gæta þess að hlaða snjalltæki og rafhlaupahjól aðeins í öruggu umhverfi. Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið, Brunabótafélag Íslands, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og önnur slökkvilið á landinu. Slökkvilið Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Sjá meira
Átakið nær til allra nemenda í þriðja bekk grunnskóla á landinu. „Það er alltaf spenna í loftinu þegar slökkviliðsbíll mætir í skólann, sérstaklega ef það fylgir með ævintýri og ný skemmtileg bók,“ segir Sigurður en slökkviliðin fengu Bjarna Fritzson, einn vinsælasta barnabókahöfund landsins, í lið með sér þetta árið. Bjarna Fritzson, einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, tekur þátt í átakinu þetta árið með nýja bók um vinina knáu, Orra óstöðvandi og Möggu Messi. Nýjar og ferskar hetjur kynntar til leiks Nýja bókin inniheldur tvær sögur um vinina knáu, Orra óstöðvandi og Möggu Messi, sem leysa þau Loga og Glóð af hólmi sem frætt hafa börn landsins um eldvarnir um árabil. Í bókinni læra börnin og aðrir eldri lesendur um reykskynjara, flóttaleiðir og eldvarnir í gegnum ævintýri vinanna. Bókin sem krakkarnir fá gefins inniheldur tvær skemmtilegar sögur um Orra óstöðvandi og Möggu Messi. BBáðar sögur innihalda auk þess QR-kóða með hljóðbók. „Við vildum nálgast þetta með fersku yfirbragði í ár og vorum afar ánægð með að fá Bjarna til liðs við okkur. Bókin inniheldur tvær fræðandi og skemmtilegar sögur. Bjarni mætti sjálfur í Heiðarskóla og las upp úr bókinni og nemendur voru mjög áhugasamir um þessar nýju eldvarnahetjur,“ segir Sigurður. Allir krakkar í 3. bekk fá bókina að gjöf og henni fylgir getraunablað. „Þar má finna ýmsar spurningar tengdar fræðslu okkar og fróðleik úr bókinni. Þann 11. febrúar, á 112 daginn, verður dregið úr réttum svörum og 30 heppnir krakkar fá skemmtilegan vinning. Þar með ljúkum við formlega þessu árlega átaksverkefni.“ Auk bókarinnar var gerð teiknimynd um þau Orra óstöðvandi og Möggu Messi og fer hún í dreifingu samhliða heimsóknum slökkviliðanna. Sjúkraflutnngsmenn frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands mættu á sjúkrabíl og sýndu krökkunum. Konum fjölgað í stéttinni En í heimsókninni í Heiðarskóla var ekki bara lesið upp úr nýrri bók. Þar var einnig haldin rýmingaræfing og nemendur fengu að skoða stóru bílana; slökkvibílinn, stigabílinn og sjúkrabílinn. Síðast en alls ekki síst fengu þeir tækifæri til að prófa að slökkva eld.Sigurður segir að stelpurnar í hópnum hafi verið sérlega áhugasamar. „Konum hefur fjölgað mikið í slökkviliðinu og tengdum störfum undanfarin ár. Það er mjög ánægjuleg þróun. Í heimsókninni í skólann var til að mynda ein kona með okkur í slökkviliðinu og tvær aðrar í sjúkrabílnum. Við viljum gjarnan sýna nemendum að þótt starfsheitið sé „slökkviliðsmaður“ hentar vinnan öllum kynjum.“ F.v. eru Bjarni Ingimarsson, formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar, Elín Ósk Gunnarsdóttir úr sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Linda Björk Pálsdóttir, sveitastjóri Hvalfjarðarsveitar. Margt breyst á þremur áratugum Sigurður hefur staðið vaktina í eldvörnum í yfir tvo áratugi. „Þetta er 33. árið sem átakið er haldið og ég hef verið hluti af því í mörg ár, fyrst í hlutastarfi og svo í fullu. Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni ársins,“ segir hann. „Krakkarnir hlusta af mikilli athygli og fara svo heim og „kenna“ foreldrum sínum. Enda hefur það komið fyrir í fjölda tilfella að ég hef verið stoppaður „á förnum vegi“ þar sem foreldrar segjast hafa verið teknir í gegn heima hjá sér og eldvarnir heimilisins ræddar.” Fulltrúar yngri og eldri kynslóðarinnar fengu að slökkva eld. Til vinstri er Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar og til hægri má sjá vaskan fulltrúa Heiðarskóla spreyta sig. Margt hefur breyst frá því átakið hófst fyrir rúmum þremur áratugum. „Þá voru krakkar mest úti við að leika sér. Núna eyða margir meiri tíma heima við í leikjatölvunni, fartölvunni og í símanum.“ Sigurður bendir á að þetta búi til nýjar áskoranir í eldvörnum. „Er hleðslusnúran í lagi? En hleðslutækið? Við beinum þeim skilaboðum til barna að hafa þessi tæki ekki í eða undir rúminu og reynum að gera þau ábyrgari. Fyrir 30 árum var líka yfirleitt einn reykskynjari á heimili. Nú viljum við helst hafa einn slíkan í hverju herbergi og öllum rýmum þar sem fólk dvelur en þar eru einmitt símar og tölvur yfirleitt í hleðslu.“ Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Sigurður Þór Elísson, eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, er lengst til hægri á myndinni. Hann segir þó að enn í dag séu börn áhugasöm og fróðleiksfús um eldvarnir og vilja leggja sitt af mörkum. „Krakkarnir eru okkar bestu aðstoðarmenn og hjálparkokkar. Þau segja okkur reglulega magnaðar sögur tengdar eldsvoðum, þótt fæstar hafi ratað til okkar formlega,“ segir Sigurður og hlær. Sjúkrabíllinn vakti athygli yngri og eldri nemenda. Frábærir aðstoðarmenn og hjálparkokkar Mikilvægi reykskynjarans er alltaf jafn mikið að sögn Sigurðar. „Reykskynjarinn er alltaf í vinnunni og vakir yfir þér og heimili þínu. Það þarf að prófa hann reglulega og skipta um rafhlöður. Fyrsti desember er dagur reykskynjarans og þann dag er tilvalið að yfirfara reykskynjara á öllum heimilum og vinnustöðum. Við ræðum líka við krakkana um flóttaleiðir en þær þurfa að vera tvær, út um útihurðina og svo svalahurðina eða annað björgunarop.“ Flóttaleiðir þurfa allir á heimilinu að þekkja og þær þurfa alltaf að vera greiðfærar. Í lokin minnir Sigurður á helstu forvarnarpunktana: Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum. Slökkvitæki á að vera við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi. Tryggja þarf öllum á heimilinu að minnsta kosti tvær flóttaleiðir. Allir þekki neyðarnúmerið, 112, líka börnin. Brýnt er fyrir börnunum að fara varlega með kertaljós og annan opinn eld og gæta þess að hlaða snjalltæki og rafhlaupahjól aðeins í öruggu umhverfi. Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið, Brunabótafélag Íslands, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og önnur slökkvilið á landinu.
Slökkvilið Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Sjá meira