Björgunarsveitir

Fréttamynd

Bílar fuku af veginum í Öræfum

Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt slys á Arnarstapa

Björgunarsveitarfólk frá Hellissandi tók þátt í miklum aðgerðum á Arnarstapa vegna alvarlegs slyss sem varð þar í gær. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn

Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Voru sex­tán klukku­stundir að ná konunni af jöklinum

Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Skíða­göngu­fólkið er fundið

Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skíða­fólkið á Vatna­jökli finnst ekki

Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að hring en fundu bíl

Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili.

Innlent
Fréttamynd

Komu lekum strand­veiði­bát til bjargar

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar

Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Vélar­rýmið fylltist af gufu

Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan

Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Rútan enn í ánni

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

Innlent