Fangelsismál Ætlum við að þjónusta og meðhöndla og meðferða börn í vanda í bílskúr næst? Barnamálaráðherra axlaðu ábyrgð og segðu af þér! Hver verður dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa lagt þennan málaflokk í rúst og hver á að vera dreginn til ábyrgðar? Eftir þetta hræðilega atvik sem gerðist á Stuðlum að morgni 19. október. Hver ætlar að taka á sig ábyrgðina? Skoðun 20.10.2024 08:02 Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Innlent 16.10.2024 13:48 Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06 Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Skoðun 10.10.2024 08:01 Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Innlent 8.10.2024 11:32 Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Skoðun 8.10.2024 10:00 Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Innlent 28.9.2024 11:22 Horfið á möguleikana í samfélagslegri ábyrgð Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast. Skoðun 26.9.2024 09:03 Sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa erlenda fanga Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segis sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt, sérstaklega þá sem koma hingað til lands til þess eins að fremja afbrot. Innlent 19.9.2024 06:45 Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Skoðun 13.9.2024 07:33 Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Páll E. Winkel mun taka ársleyfi frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október næstkomandi og taka að sér störf á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, verður settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í fjarveru hans. Innlent 9.9.2024 17:03 Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Innlent 3.9.2024 21:06 Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Innlent 3.9.2024 14:06 Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Skoðun 30.8.2024 11:03 Viljum við börn í fangelsi? Í reglugerð um afplánun sakhæfra barna nr. 533/2015 segir að börn skuli afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi nema það sé barninu fyrir bestu að mati fagaðila. Og það er mat allra fagaðila að barni sé ekki fyrir bestu að vera vistað í fangelsi. Skoðun 27.8.2024 12:00 Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Innlent 22.8.2024 11:25 Persónur og leikendur í leikriti fáránleikans Þegar ég vaknaði í morgun drakk ég mitt morgun kaffi að venju og las net miðlana. Á visi.is rakst ég á grein með fyrirsögninni Skoðun 17.8.2024 20:00 Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Lífið 17.8.2024 08:01 Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 12.8.2024 08:57 Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 8.8.2024 08:39 Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. Innlent 7.8.2024 10:33 „Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Innlent 5.8.2024 19:01 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Innlent 3.8.2024 17:34 Mohamad vill flytja af landi brott Mál Mohamad Thors Jóhannessonar – áður Kourani – hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði en hefur áfrýjað þeim úrskurði. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum. Innlent 29.7.2024 14:01 Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48 Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Innlent 18.7.2024 19:19 „Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Innlent 16.7.2024 22:50 Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Innlent 13.7.2024 20:00 Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. Innlent 10.7.2024 15:35 Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 10.7.2024 13:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 15 ›
Ætlum við að þjónusta og meðhöndla og meðferða börn í vanda í bílskúr næst? Barnamálaráðherra axlaðu ábyrgð og segðu af þér! Hver verður dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa lagt þennan málaflokk í rúst og hver á að vera dreginn til ábyrgðar? Eftir þetta hræðilega atvik sem gerðist á Stuðlum að morgni 19. október. Hver ætlar að taka á sig ábyrgðina? Skoðun 20.10.2024 08:02
Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Innlent 16.10.2024 13:48
Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06
Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Skoðun 10.10.2024 08:01
Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Innlent 8.10.2024 11:32
Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Skoðun 8.10.2024 10:00
Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Innlent 28.9.2024 11:22
Horfið á möguleikana í samfélagslegri ábyrgð Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast. Skoðun 26.9.2024 09:03
Sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa erlenda fanga Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segis sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt, sérstaklega þá sem koma hingað til lands til þess eins að fremja afbrot. Innlent 19.9.2024 06:45
Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Skoðun 13.9.2024 07:33
Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Páll E. Winkel mun taka ársleyfi frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október næstkomandi og taka að sér störf á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, verður settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í fjarveru hans. Innlent 9.9.2024 17:03
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Innlent 3.9.2024 21:06
Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Innlent 3.9.2024 14:06
Aðstoð eftir afplánun hjálpar fyrrverandi föngum að fóta sig á ný Árið 2018 fór Rauði krossinn af stað með verkefni sem kallast Aðstoð eftir afplánun. Verkefnið er að norskri og danskri fyrirmynd en í þessum tveimur löndum hafa svona verkefni skilað frábærum árangri við að fækka endurkomum í fangelsin, sem er megintilgangur verkefnisins. Skoðun 30.8.2024 11:03
Viljum við börn í fangelsi? Í reglugerð um afplánun sakhæfra barna nr. 533/2015 segir að börn skuli afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi nema það sé barninu fyrir bestu að mati fagaðila. Og það er mat allra fagaðila að barni sé ekki fyrir bestu að vera vistað í fangelsi. Skoðun 27.8.2024 12:00
Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Innlent 22.8.2024 11:25
Persónur og leikendur í leikriti fáránleikans Þegar ég vaknaði í morgun drakk ég mitt morgun kaffi að venju og las net miðlana. Á visi.is rakst ég á grein með fyrirsögninni Skoðun 17.8.2024 20:00
Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni. Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Lífið 17.8.2024 08:01
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 12.8.2024 08:57
Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 8.8.2024 08:39
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. Innlent 7.8.2024 10:33
„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Innlent 5.8.2024 19:01
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Innlent 3.8.2024 17:34
Mohamad vill flytja af landi brott Mál Mohamad Thors Jóhannessonar – áður Kourani – hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði en hefur áfrýjað þeim úrskurði. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum. Innlent 29.7.2024 14:01
Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48
Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Innlent 18.7.2024 19:19
„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Innlent 16.7.2024 22:50
Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Innlent 13.7.2024 20:00
Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. Innlent 10.7.2024 15:35
Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 10.7.2024 13:02