Icelandair

Fréttamynd

Segja augljóst að ríkið þurfi að aðstoða Icelandair

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair

Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölda­upp­sagnir hjá Icelandair eftir helgi

Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Innlent