Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 17:43 Icelandair sagði upp flugfreyjum sínum í gær. Vísir/Vilhelm „Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira