Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 17:43 Icelandair sagði upp flugfreyjum sínum í gær. Vísir/Vilhelm „Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira