Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Telma Tómasson skrifar 10. júlí 2020 07:00 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Í forgrunni má sjá Guðlaugu Líney, formann FFÍ, en myndin er tekin í síðustu lotu samningaviðræðna FFÍ og Icelandair. Niðurstaða þeirrar lotu var samningur sem FFÍ felldi. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný, eftir að flugfreyjufélagið felldi kjarasamning á miðvikudag sem hafði verið undirritaður 25. júní eftir langar og strangar viðræður. Eftir að samningurinn var felldur sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. Sagði Bogi að með samningnum hefði verið gengið eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ og að staðan væri ekki góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið yrði frá nýjum samningi. Hún sagði hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum væri verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Samningaviðræður FFÍ og SA, fyrir hönd Icelandair, voru sagðar mjög flóknar enda kom hagræðingaferli Icelandair inn í samningsgerðina, en samningar við stéttarfélög eru meðal lykilatriða í fjárhagslegri endurskipulagningu flugfélagsins sem nú stendur yfir. Ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að farið yrði yfir málið á ný, það greint og reynt að finna nýjan flöt. Hann sagðist þess fullviss að allir myndu gera sitt besta til að ná saman. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný, eftir að flugfreyjufélagið felldi kjarasamning á miðvikudag sem hafði verið undirritaður 25. júní eftir langar og strangar viðræður. Eftir að samningurinn var felldur sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. Sagði Bogi að með samningnum hefði verið gengið eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ og að staðan væri ekki góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið yrði frá nýjum samningi. Hún sagði hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum væri verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Samningaviðræður FFÍ og SA, fyrir hönd Icelandair, voru sagðar mjög flóknar enda kom hagræðingaferli Icelandair inn í samningsgerðina, en samningar við stéttarfélög eru meðal lykilatriða í fjárhagslegri endurskipulagningu flugfélagsins sem nú stendur yfir. Ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að farið yrði yfir málið á ný, það greint og reynt að finna nýjan flöt. Hann sagðist þess fullviss að allir myndu gera sitt besta til að ná saman. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira