Icelandair

Fréttamynd

Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund

Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur

Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni.

Erlent
Fréttamynd

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Neytendur
Fréttamynd

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn

Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu

Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag

Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annar­legan á­róður“

Nýja flug­fé­lagið Play hefur lýst yfir sárum von­brigðum með að Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) hafi í dag hvatt lands­menn til að snið­ganga flug­fé­lagið vegna lágra launa sem flug­fé­lagið mun bjóða starfs­fólki sínu. Fé­lagið krefst þess að ASÍ dragi full­yrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Viðskipti innlent