Fréttir Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra. Viðskipti innlent 6.2.2007 17:00 LÍ spáir tapi hjá Össuri Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:43 LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:14 Besta afkoman í sögu Icebank Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:01 Tengibrautin í samræmi við lög Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að heimild til að veita framkvæmdaleyfi fyrir tengibraut um Álafosskvísl hafi verið skýr og í fullu samræmi við lög og reglur. Gengið hafi verið úr skugga um það á fundi bæjarins með fulltrúum Umhverfisstofnunar 5. febrúar. Ekki hafi þurft að leita umsagnar Umhverfisstofnunar í þriðja sinn. Innlent 6.2.2007 15:54 Moody's lækkar mat á Glitni Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar. Viðskipti innlent 6.2.2007 15:53 Hráolíuverðið nálægt 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga. Viðskipti erlent 6.2.2007 15:44 Brúðarmeyjar til leigu Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum. Erlent 6.2.2007 12:59 Bæjarstjóri á „flæmingi“ undan lögunum Varmársamtökin segja að bæjarstjóri Mosfellsbæjar hafi farið með rangt mál í fréttum í gærkvöldi varðandi mat á umhverfisáhrifum af tengibraut um Álafosskvos. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri sagði að vegna úrskurðar umhverfisráðherra um náttúruminjaskrá, hafi bænum ekki borið skylda til að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif. Þetta segja Varmársamtökin rangt. Innlent 6.2.2007 12:19 Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Innlent 6.2.2007 11:44 Dæmdur fyrir gagnastuld frá Decode Fyrrverandi starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Verjandi mannsins segir niðurstöðuna byggða á misskilningi. Innlent 6.2.2007 11:38 Sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera Í nýrri bók sænska hagfræðingsins Dr. Fredrik Bergström er tekið fyrir hvernig háskattapólitík í Svíþjóð hefur gert venjulegt sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera um efnahagslegt og félagslegt öryggi. Höfundurinn heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um efni bókarinnar og annarar bókar þar sem borin eru saman lífskjör í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Innlent 6.2.2007 11:37 „Meint misnotkun“ á Framkvæmdasjóði aldraðra Aðstandendafélag aldraðra – AFA – segir að heilbrigðisráðuneytið og ráðherrar þess hafi ráðskast með fé Framkvæmdasjóðs aldraðra til óskyldra hluta. Þannig hafi þeir beinlínis stuðlað að því ástandi sem nú ríkir í hjúkrunar- og dvalarmálum aldraðra. Fram hefur komið að gerð og dreyfing kynningarbæklings heilbrigðisráðherra um áherslur í öldrunarmálum var kostuð af sjóðnum. Innlent 6.2.2007 10:19 Vafasamur heiður að líða undir lok Neytendasamtökin fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra um að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Samtökin hafa lengi krafist þess að matvæli sem eru erfðabreytt, og samsett matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni, séu merkt sem slík. Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að vera eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki er skylt að merkja slík matvæli sérstaklega. Innlent 6.2.2007 09:36 Indverjar ræða við Google Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar. Erlent 5.2.2007 23:25 Öldungadeildin styður Bush Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush. Erlent 5.2.2007 23:16 Íranar segja frá framförum 11. febrúar FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979. Erlent 5.2.2007 22:26 Bítlarnir og Apple ná sáttum Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple. Erlent 5.2.2007 22:20 Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina. Erlent 5.2.2007 21:57 Khodorkovsky ákærður á ný Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik. Erlent 5.2.2007 21:36 Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi. Erlent 5.2.2007 20:56 Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu 17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag. Erlent 5.2.2007 20:32 Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs. Innlent 5.2.2007 20:14 Krókódíll í lauginni Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim. Erlent 5.2.2007 18:24 Fjögur nauðgunarmál frá áramótum Óvenju mörg kynferðisafbrotamál hafa komið upp á Norðurlandi síðustu vikur, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. Nú um helgina kom upp mál á skemmtistað á Akureyri þar sem grunur leikur á að konu um tvítugt hafi verið nauðgað á salerni. Innlent 5.2.2007 19:30 Giuliani færist nær framboði Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu. Erlent 5.2.2007 19:17 Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu. Erlent 5.2.2007 18:21 Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Innlent 5.2.2007 18:22 Framlög til varnarmála aukin George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu. Erlent 5.2.2007 18:18 Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun. Erlent 5.2.2007 18:22 « ‹ 235 236 237 238 239 240 241 242 243 … 334 ›
Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra. Viðskipti innlent 6.2.2007 17:00
LÍ spáir tapi hjá Össuri Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:43
LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:14
Besta afkoman í sögu Icebank Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans. Viðskipti innlent 6.2.2007 16:01
Tengibrautin í samræmi við lög Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að heimild til að veita framkvæmdaleyfi fyrir tengibraut um Álafosskvísl hafi verið skýr og í fullu samræmi við lög og reglur. Gengið hafi verið úr skugga um það á fundi bæjarins með fulltrúum Umhverfisstofnunar 5. febrúar. Ekki hafi þurft að leita umsagnar Umhverfisstofnunar í þriðja sinn. Innlent 6.2.2007 15:54
Moody's lækkar mat á Glitni Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar. Viðskipti innlent 6.2.2007 15:53
Hráolíuverðið nálægt 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga. Viðskipti erlent 6.2.2007 15:44
Brúðarmeyjar til leigu Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum. Erlent 6.2.2007 12:59
Bæjarstjóri á „flæmingi“ undan lögunum Varmársamtökin segja að bæjarstjóri Mosfellsbæjar hafi farið með rangt mál í fréttum í gærkvöldi varðandi mat á umhverfisáhrifum af tengibraut um Álafosskvos. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri sagði að vegna úrskurðar umhverfisráðherra um náttúruminjaskrá, hafi bænum ekki borið skylda til að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif. Þetta segja Varmársamtökin rangt. Innlent 6.2.2007 12:19
Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Innlent 6.2.2007 11:44
Dæmdur fyrir gagnastuld frá Decode Fyrrverandi starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Verjandi mannsins segir niðurstöðuna byggða á misskilningi. Innlent 6.2.2007 11:38
Sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera Í nýrri bók sænska hagfræðingsins Dr. Fredrik Bergström er tekið fyrir hvernig háskattapólitík í Svíþjóð hefur gert venjulegt sænskt fjölskyldufólk háð hinu opinbera um efnahagslegt og félagslegt öryggi. Höfundurinn heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um efni bókarinnar og annarar bókar þar sem borin eru saman lífskjör í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Innlent 6.2.2007 11:37
„Meint misnotkun“ á Framkvæmdasjóði aldraðra Aðstandendafélag aldraðra – AFA – segir að heilbrigðisráðuneytið og ráðherrar þess hafi ráðskast með fé Framkvæmdasjóðs aldraðra til óskyldra hluta. Þannig hafi þeir beinlínis stuðlað að því ástandi sem nú ríkir í hjúkrunar- og dvalarmálum aldraðra. Fram hefur komið að gerð og dreyfing kynningarbæklings heilbrigðisráðherra um áherslur í öldrunarmálum var kostuð af sjóðnum. Innlent 6.2.2007 10:19
Vafasamur heiður að líða undir lok Neytendasamtökin fagna yfirlýsingu umhverfisráðherra um að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Samtökin hafa lengi krafist þess að matvæli sem eru erfðabreytt, og samsett matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni, séu merkt sem slík. Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að vera eina landið á EES-svæðinu þar sem ekki er skylt að merkja slík matvæli sérstaklega. Innlent 6.2.2007 09:36
Indverjar ræða við Google Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar. Erlent 5.2.2007 23:25
Öldungadeildin styður Bush Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush. Erlent 5.2.2007 23:16
Íranar segja frá framförum 11. febrúar FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979. Erlent 5.2.2007 22:26
Bítlarnir og Apple ná sáttum Tæknifyrirtækið Apple hefur loksins náð sátt í deilum sínum við Bítlana en þeir eiga útgáfufyrirtæki sem heitir Apple Corps. Allt síðan 1981 hafa Bítlarnir og Apple deilt um réttinn á vörumerkinu Apple. Erlent 5.2.2007 22:20
Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina. Erlent 5.2.2007 21:57
Khodorkovsky ákærður á ný Rússneskir saksóknarar lögðu fram í dag nýjar ákærur á hendur Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olíujöfri sem nú situr í fangelsi fyrir skattsvik. Erlent 5.2.2007 21:36
Hertar reglur um knattspyrnuleiki á Ítalíu Fótboltavellir á Ítalíu munu ekki opna á ný fyrr en öryggiskröfum hefur verið framfylgt og gæsla á leikjum hert. Þetta sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, í dag eftir neyðarfund með knattspyrnuyfirvöldum þar í landi. Erlent 5.2.2007 20:56
Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu 17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag. Erlent 5.2.2007 20:32
Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs. Innlent 5.2.2007 20:14
Krókódíll í lauginni Saklausum gestum, sem ætluðu að fá sér sundsprett í almenningslaug í Darwin í Ástralíu, brá heldur betur í brún í morgun. Í þann mund sem ljós laugarinnar voru kveikt, svo þeir gætu dýft sér ofan í, skaust tæplega tveggja metra langur ósakrókódíll úr trjáþykkninu og ofan í laugina á undan þeim. Erlent 5.2.2007 18:24
Fjögur nauðgunarmál frá áramótum Óvenju mörg kynferðisafbrotamál hafa komið upp á Norðurlandi síðustu vikur, að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri. Nú um helgina kom upp mál á skemmtistað á Akureyri þar sem grunur leikur á að konu um tvítugt hafi verið nauðgað á salerni. Innlent 5.2.2007 19:30
Giuliani færist nær framboði Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar, hefur færst skrefi nær því að tilkynna framboð sitt til forsetaembættis Bandaríkjanna. Giuliani var rétt í þessu að skila inn blöðum þar sem hann lýsir yfir framboði sínu. Erlent 5.2.2007 19:17
Skipulögðu rán og nauðganir á stúlkum Breskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn til langrar fangelsisvistar fyrir að áforma að ræna tveimur stúlkum og nauðga þeim. Mennirnir skipulögðu illvirkið á spjallrás á internetinu. Erlent 5.2.2007 18:21
Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Innlent 5.2.2007 18:22
Framlög til varnarmála aukin George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu. Erlent 5.2.2007 18:18
Fjöldamorð í Neðra-Saxlandi Lögreglan í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi rannsakar nú morð á sex manns en lík þeirra fundust á kínverskum veitingastað í bænum Sittensen í morgun. Erlent 5.2.2007 18:22