Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi 5. febrúar 2007 18:45 Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira