Segir aukinn þunga munu færast í árásir á Gasa Forsætisráðherra Ísraels hefur heitið því að ríkið muni ganga enn harðar fram í baráttu sinni við Hamas-samtökin og árásum á Palestínu á næstu dögum. 25.12.2023 20:29
Ferðaveðrið versnar í nótt Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan þrjú í nótt. 25.12.2023 20:25
Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25.12.2023 19:46
Hróður Hjólahvíslarans nær út í heim Breski miðillinn The Guardian birti í dag viðtal við Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn. Í umfjölluninni fer Bjartmar yfir söguna á bak við hjólahvíslið, og er honum hrósað í hástert af íslensku lögreglunni. 25.12.2023 18:45
Hefðbundið helgihald þrátt fyrir snjóflóðahættuna Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. 25.12.2023 17:25
Aflétta óvissustigi á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum hefur verið aflétt. Snjóflóð á norðanverðum Vestfjörðum féllu aðfaranótt aðfangadags og Þorláksmessukvöld. 25.12.2023 15:26
Aflétta óvissustigi fyrir norðan en bíða með Vestfirðina Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum. 25.12.2023 11:44
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22.12.2023 23:05
Vopnuð nágrannakona réðst á Charlie Sheen Bandaríski leikarinn Charlie Sheen varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í vikunni. Kona á fimmtugsaldri hefur verið handtekin vegna málsins. 22.12.2023 22:45