Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2.1.2024 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp. 2.1.2024 18:00
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30.12.2023 21:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir nýjar niðurstöður könnunar Maskínu sem sýna að utanríkisráðherra er sá ráðherra sem flestir telja hafa staðið sig verst á kjörtímabilinu. 30.12.2023 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. 30.12.2023 11:46
Hápunktur fótboltajólanna Jólin eru tími samveru, ljóss og friðar. Margir líta á daginn í dag sem síðasta eiginlega daginn í jólafríinu, Fyrir öðrum er um að ræða hápunkt jólanna. Enski boltinn rúllaði í allan dag, meðal annars á sportbarnum Ölveri. 26.12.2023 21:00
Aðeins vetrarbúnir bílar fá að fara yfir Hellisheiðina Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi þessum mikla ferðadegi, og akstursskilyrði á svæðinu ekki með besta móti. Mjúk lokun er í gildi á Hellisheiði og fá eingöngu ökumenn á vetrarbúnum bílum að fara yfir heiðina. 26.12.2023 11:37
Árás Úkraínumanna á skip við Krímskaga hafi heppnast Rússnesk yfirvöld hafa viðurkennt að herskip sem lá við höfn á Krímskaga sé mikið skemmt eftir úkraínska árás. Áður höfðu Úkraínumenn haldið því fram að þeim hafi tekist að gjöreyðileggja skipið. 26.12.2023 10:11
Leita vitna að slysi sem varð í október í fyrra Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðarslysi sem varð í Reykjanesbæ. Slysið varð fyrir rúmu ári síðan. 26.12.2023 09:39
Meint mansalsvél fékk að fara frá Frakklandi Flugvél sem hafði verið kyrrsett í Frakklandi frá því á fimmtudag, vegna gruns um að farþegar hennar væru fórnarlömb mansals, var flogið til Indlands í dag. 25.12.2023 21:48