„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi 24.3.2024 19:30
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24.3.2024 13:43
Fyrirhuguð löggjöf muni ekki laga leigumarkað í lamasessi Lögmaður Húseigendafélagsins segir að ef nýtt frumarp innviðaráðherra nái fram að ganga muni það skerða hagsmuni leigusala verulega og leiða til þess að fleiri kjósi frekar að setja eignir sínar í skammtímaleigu til ferðamanna. 23.3.2024 17:53
„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13.3.2024 07:01
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12.3.2024 23:44
Gefur ekki fimm aura fyrir gagnrýni á Krónuna Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 12.3.2024 22:11
Kolbrún tekin til starfa hjá Eurojust Kolbrún Benediktsdóttir hóf í dag störf sem fyrsti sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust í dag. Hún segir um að ræða mikilvægt skref fyrir Ísland. 12.3.2024 19:09
Segja SA reyna að kúga láglaunafólk í nafni stöðugleika Samninganefnd VR fordæmir ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR, sem sé kúgun gagnvart öllu skrifstofufólki í röðum félagsins. 12.3.2024 18:17
Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12.3.2024 18:01
„Snöggskilnaðir“ hafi slegið í gegn „Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.“ 11.3.2024 22:49