Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 14:03 Sigurður Kári segir viðskiptahætti ríkisins þegar kemur að flugmiðakaupum óeðlilega. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Play, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem hann vekur athygli á því að þegar Íslendingar kaupi sér flugmiða séu þeir í um 35 til 40 prósent tilfella keyptir af Play. Þegar komi að kaupum á flugmiðum á grundvelli rammasamnings við ríkið frá árunum 2023 og 2024 sé hlutfall miða sem keyptir eru hjá Play aðeins 1,4 prósent. Líkt og greint hefur verið frá lagði Play það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið yrði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana í störfum sínum. Þar að auki var lagt til að ríkið hætti að láta starfsmenn sína njóta vildarpunkta hjá Icelandair, fyrir ferðir sem greiddar væru af hinu opinbera, þar sem slíkt kerfi skapaði hvata hjá ríkisstarfsmönnum til að versla við Icelandair, jafnvel þótt ódýrari kostir væru í boði. Útiloka ekki að leita til SKE „Það sem ég er að vekja athygli á eru viðskiptahættir af hálfu ríkisins og ríkisstofnana, sem ég tel, og félagið telur, að séu vægast sagt óeðlilegir. Þeir séu til þess fallnir að raska samkeppni. Það sem verið er að óska eftir er að ríkið gæti jafnræðis í sínum innkaupum á flugmiðum, gagnvart öllum þeim sem starfa á þessum samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. Þar sem forsvarsmenn félagsins telji að um óeðlilega viðskiptahætti sér að ræða hljóti þeir að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leita til eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. „Til þess að fá hlut okkar og annarra sem starfa á þessum markaði réttan. Þá kemur auðvitað til greina að leita til Samkeppniseftirlitsins, og ég útiloka ekki að það verði gert. Það er til alvarlegar skoðunar innan félagsins.“ Sigurður Kári er stjórnarformaður Play.Vísir/Sigurjón Sigurður Kári segist þá velta því fyrir sér hvers vegna Samkeppniseftirlitið, og eftir atvikum skattayfirvöld, hafi ekki þegar gripið til aðgerða vegna viðskiptanna. „Eins og ég bendi á í greininni er fyrir löngu búið að setja um þetta reglur, eins og þessar ríkisstyrkjareglur sem gilda á öllu EES-svæðinu, reglur um opinber innkaup og samkeppnislög. Mér finnst blasa við að þessir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við þessar reglur sem ríkið hefur sjálft sett, og krefst harkalega að aðilar sem standi í viðskiptum fari eftir.“ Þægindin við punktana kunni að skýra tregðuna Sigurður Kári vísar meðal annars til viðtals við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, sem hafi áður vakið athygli á málinu við stjórnmálafólk og embættismenn. Þær tilraunir hafi ekki skilað árangri. „Hann veltir því fyrir sér hvers vegna það er. Kannski er það bara mjög þægilegt og eftirsóknarvert fyrir ríkisstarfsmenn að njóta þessara vildarkjara sem felast í þessu vildarpunktakerfi og það skýri tregðuna gagnvart því hvers vegna ekkert er gert. „Ástæðan fyrir því að þetta kviknar núna eru þessi sparnaðarráð sem ríkisstjórnin er að leita eftir og við lögðum þar til tvær tillögur. Annars vegar að ríkið hagaði sínum innkaupum þannig að það keypti alltaf ódýrasta flugmiðann, og hins vegar að þetta vildarpunktakerfi yrði lagt niður í þeim skilningi að starfsmenn fengju þessa umbun sem í þeim felst, skattfrjálst, og að ríkið nýti sér þá frekar til þess að minnka þessa hvata,“ segir Sigurður Kári. Stofnanir neiti að virkja rammasamning Í grein sinni fjallar Sigurður Kári einnig um rammasamning ríkisins sem Play sé aðili að, en fáist ekki virkjaður hjá sumum ríkisstofnunum, til að mynda Sjúkratryggingum Íslands. Hann bendir á að hjá Icelandair starfi sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem sjúklingum sé bent á að hafa samband við á vefsvæði stofnunarinnar, þegar þeir þurfa að kaupa flugmiða vegna veikinda sinna. Sigurður Kári segir að óskað verði eftir svörum við því hvers vegna samningurinn fáist ekki virkjaður. „Ríkið gerir rammasamning um sín innkaup, þar á meðal við Play, en mjög lítill hluti ríkisstofnana sem falla undir samninginn hafa virkjað hann. Það er að mínu mati mjög einkennilegt og mjög óeðlilegt. Það getur ekki verið að ríkisstofnanir sem falla undir þennan samning hafi eitthvað sjálfdæmi um það hvort hann er virkjaður eða ekki.“ Ráðuneytin sem beri ábyrgð á umræddum innkaupum, sem og stofnanirnar sem eiga í hlut, hljóti að þurfa að svara fyrir það. Einkennilegur samanburður Sigurður Kári segir Play ekki gera kröfu um að ríkið hætti viðskiptum við Icelandair og snúi sér alfarið að Play. „Einhverjir gætu tekið því þannig, en það er ekki að verið að óska eftir því. Við erum bara að gera kröfu um það að þeir sem starfa á þessum samkeppnismarkaði njóti jafnræðis og að við sem tökum þátt í þeirri samkeppni eigum sömu möguleika og þeir sem við erum að keppa við, þar á meðal Icelandair, til þess að eiga í viðskiptum við ríkið.“ Hann segir samanburð á flugmiðakaupum almennings og flugmiðakaupum hins opinbera draga upp afar einkennilega mynd. „Þegar Íslendingur sest niður fyrir framan tölvuna og er að kaupa sér flugmiða velur hann í 35 til 40 prósent tilvika, samkvæmt þeim tölum sem við höfum, að fljúga með Play. Það er væntanlega vegna þess að það er hagstæðast. Þegar sami Íslendingur sest niður sem ríkisstarfsmaður og kaupir flugmiða, þá er hlutfallið um það bil 1,4 til 2 prósent. Það er eitthvað bogið við þetta.“ Ríkisstjórnin hljóti að hlusta Líkt og áður sagði hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur snúið sér til almennings í leit að ráðum til að létta á rekstri hins opinbera. Ætla má að því betri sem tillaga sé, því líklegra sé að hún verði tekin til greina og jafnvel hrint í framkvæmd. Sigurður Kári gerir fastlega ráð fyrir því að tillögurnar verði íhugaðar vandlega. „Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með því að leita eftir þessum sparnaðartillögum og vill raunverulega ná fram hagræðingu í ríkisrekstri þá er þetta tilvalin leið til þess að ná henni fram.“ Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Icelandair Sjúkratryggingar Rekstur hins opinbera Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Play, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þar sem hann vekur athygli á því að þegar Íslendingar kaupi sér flugmiða séu þeir í um 35 til 40 prósent tilfella keyptir af Play. Þegar komi að kaupum á flugmiðum á grundvelli rammasamnings við ríkið frá árunum 2023 og 2024 sé hlutfall miða sem keyptir eru hjá Play aðeins 1,4 prósent. Líkt og greint hefur verið frá lagði Play það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið yrði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana í störfum sínum. Þar að auki var lagt til að ríkið hætti að láta starfsmenn sína njóta vildarpunkta hjá Icelandair, fyrir ferðir sem greiddar væru af hinu opinbera, þar sem slíkt kerfi skapaði hvata hjá ríkisstarfsmönnum til að versla við Icelandair, jafnvel þótt ódýrari kostir væru í boði. Útiloka ekki að leita til SKE „Það sem ég er að vekja athygli á eru viðskiptahættir af hálfu ríkisins og ríkisstofnana, sem ég tel, og félagið telur, að séu vægast sagt óeðlilegir. Þeir séu til þess fallnir að raska samkeppni. Það sem verið er að óska eftir er að ríkið gæti jafnræðis í sínum innkaupum á flugmiðum, gagnvart öllum þeim sem starfa á þessum samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. Þar sem forsvarsmenn félagsins telji að um óeðlilega viðskiptahætti sér að ræða hljóti þeir að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að leita til eftirlitsstofnana á vegum ríkisins. „Til þess að fá hlut okkar og annarra sem starfa á þessum markaði réttan. Þá kemur auðvitað til greina að leita til Samkeppniseftirlitsins, og ég útiloka ekki að það verði gert. Það er til alvarlegar skoðunar innan félagsins.“ Sigurður Kári er stjórnarformaður Play.Vísir/Sigurjón Sigurður Kári segist þá velta því fyrir sér hvers vegna Samkeppniseftirlitið, og eftir atvikum skattayfirvöld, hafi ekki þegar gripið til aðgerða vegna viðskiptanna. „Eins og ég bendi á í greininni er fyrir löngu búið að setja um þetta reglur, eins og þessar ríkisstyrkjareglur sem gilda á öllu EES-svæðinu, reglur um opinber innkaup og samkeppnislög. Mér finnst blasa við að þessir viðskiptahættir séu ekki í samræmi við þessar reglur sem ríkið hefur sjálft sett, og krefst harkalega að aðilar sem standi í viðskiptum fari eftir.“ Þægindin við punktana kunni að skýra tregðuna Sigurður Kári vísar meðal annars til viðtals við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, sem hafi áður vakið athygli á málinu við stjórnmálafólk og embættismenn. Þær tilraunir hafi ekki skilað árangri. „Hann veltir því fyrir sér hvers vegna það er. Kannski er það bara mjög þægilegt og eftirsóknarvert fyrir ríkisstarfsmenn að njóta þessara vildarkjara sem felast í þessu vildarpunktakerfi og það skýri tregðuna gagnvart því hvers vegna ekkert er gert. „Ástæðan fyrir því að þetta kviknar núna eru þessi sparnaðarráð sem ríkisstjórnin er að leita eftir og við lögðum þar til tvær tillögur. Annars vegar að ríkið hagaði sínum innkaupum þannig að það keypti alltaf ódýrasta flugmiðann, og hins vegar að þetta vildarpunktakerfi yrði lagt niður í þeim skilningi að starfsmenn fengju þessa umbun sem í þeim felst, skattfrjálst, og að ríkið nýti sér þá frekar til þess að minnka þessa hvata,“ segir Sigurður Kári. Stofnanir neiti að virkja rammasamning Í grein sinni fjallar Sigurður Kári einnig um rammasamning ríkisins sem Play sé aðili að, en fáist ekki virkjaður hjá sumum ríkisstofnunum, til að mynda Sjúkratryggingum Íslands. Hann bendir á að hjá Icelandair starfi sérstakur tengiliður við Sjúkratryggingar, sem sjúklingum sé bent á að hafa samband við á vefsvæði stofnunarinnar, þegar þeir þurfa að kaupa flugmiða vegna veikinda sinna. Sigurður Kári segir að óskað verði eftir svörum við því hvers vegna samningurinn fáist ekki virkjaður. „Ríkið gerir rammasamning um sín innkaup, þar á meðal við Play, en mjög lítill hluti ríkisstofnana sem falla undir samninginn hafa virkjað hann. Það er að mínu mati mjög einkennilegt og mjög óeðlilegt. Það getur ekki verið að ríkisstofnanir sem falla undir þennan samning hafi eitthvað sjálfdæmi um það hvort hann er virkjaður eða ekki.“ Ráðuneytin sem beri ábyrgð á umræddum innkaupum, sem og stofnanirnar sem eiga í hlut, hljóti að þurfa að svara fyrir það. Einkennilegur samanburður Sigurður Kári segir Play ekki gera kröfu um að ríkið hætti viðskiptum við Icelandair og snúi sér alfarið að Play. „Einhverjir gætu tekið því þannig, en það er ekki að verið að óska eftir því. Við erum bara að gera kröfu um það að þeir sem starfa á þessum samkeppnismarkaði njóti jafnræðis og að við sem tökum þátt í þeirri samkeppni eigum sömu möguleika og þeir sem við erum að keppa við, þar á meðal Icelandair, til þess að eiga í viðskiptum við ríkið.“ Hann segir samanburð á flugmiðakaupum almennings og flugmiðakaupum hins opinbera draga upp afar einkennilega mynd. „Þegar Íslendingur sest niður fyrir framan tölvuna og er að kaupa sér flugmiða velur hann í 35 til 40 prósent tilvika, samkvæmt þeim tölum sem við höfum, að fljúga með Play. Það er væntanlega vegna þess að það er hagstæðast. Þegar sami Íslendingur sest niður sem ríkisstarfsmaður og kaupir flugmiða, þá er hlutfallið um það bil 1,4 til 2 prósent. Það er eitthvað bogið við þetta.“ Ríkisstjórnin hljóti að hlusta Líkt og áður sagði hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur snúið sér til almennings í leit að ráðum til að létta á rekstri hins opinbera. Ætla má að því betri sem tillaga sé, því líklegra sé að hún verði tekin til greina og jafnvel hrint í framkvæmd. Sigurður Kári gerir fastlega ráð fyrir því að tillögurnar verði íhugaðar vandlega. „Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með því að leita eftir þessum sparnaðartillögum og vill raunverulega ná fram hagræðingu í ríkisrekstri þá er þetta tilvalin leið til þess að ná henni fram.“
Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Icelandair Sjúkratryggingar Rekstur hins opinbera Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent