Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. 16.10.2025 11:01
„Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Fótboltakonan Mist Edvardsdóttir var smám saman að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu þegar henni var kippt hratt niður á jörðina. Hún var 23 ára þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein en segir fótboltann hafa hjálpað sér mikið og meinið ef til vill stuðlað að því að hún fann ástina og eignaðist tvo stráka. 16.10.2025 08:00
Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Ívar Logi Styrmisson, handknattleiksmaður Fram, slapp með skrekkinn eftir að málskotsnefnd HSÍ var of lengi að vísa broti hans til aganefndar sambandsins. 15.10.2025 12:00
Eins í íþróttum og jarðgöngum Íslenska kvennalandsliðið i handbolta byrjar undankeppni sína fyrir EM 2026 í kvöld með leik við Færeyjar í Úlfarsárdal. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á von á hörkuleik og segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tala niður til Færeyinga. 15.10.2025 11:00
Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Þrátt fyrir 1-0 sigurinn gegn Armeníu í undankeppni HM í gærkvöldi hefur Heimir Hallgrímsson og hans lið, írska fótboltalandsliðið, hlotið talsverða gagnrýni í írskum miðlum eftir leikinn. 15.10.2025 10:01
Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. 15.10.2025 07:01
Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Bónus-deild kvenna í körfubolta á sviðið á sportrásum Sýnar í dag en þar má einnig finna hafnabolta og golf. 15.10.2025 06:01
Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar „Þetta verður krefjandi leikur en við mætum tilbúnar í þetta,“ segir Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta, fyrir slaginn við Færeyinga á miðvikudagskvöld í Lambhagahöllinni. 14.10.2025 23:01
Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Sex þjóðir bættust í kvöld í hóp þeirra sem tryggt hafa sér sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Aðeins tuttugu sæti eru enn laus á þessu stærsta heimsmeistaramóti sögunnar. 14.10.2025 22:03
Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Valskonur höndluðu spennuna í lokin á leiknum við Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og unnu 88-83 sigur. Nýliðar Ármanns stríddu Keflavík til að byrja með en Keflavíkurkonur enduðu á að vinna afar öruggan sigur, 101-79. 14.10.2025 21:32