Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum var leiðbeinandi og hafði unnið á Múlaborg í tæplega tvö ár. 17.8.2025 19:38
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. 17.8.2025 17:50
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. 17.8.2025 17:36
„Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum. Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu. 17.8.2025 09:00
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17.8.2025 00:06
Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Litið hefur dagsljósið bloggsíða samfélagsmiðlaráðgjafa Nigels Farage sem stofnaði og rak reikninga hans sem hafa aflað honum mikils fylgis. Hinn síðarnefndi er formaður Endurbótaflokksins. Á blogginu viðraði hann það meðal annars að Bretland hefði ekki átt að fara í stríð við Þýskaland nasismans og að Bretland ætti að endurheimta nýlenduveldi sitt. 16.8.2025 21:32
Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. 16.8.2025 20:54
Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Allt bendir til þess að hitamet aldarinnar hafi verið slegið á Íslandi í dag þegar hitinn mældist 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli. 16.8.2025 20:40
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16.8.2025 20:26
Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Aðstoðar lögreglu var óskað vegna tveggja manna sem búnir voru að hreiðra um sig í sjónvarpsherbergi á dvalarheimili. Þeim var vísað á brott án vandræða. 16.8.2025 19:07