Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fá­gætar bækur hurfu í tuga­tali úr bóka­söfnum og reyndust allar rúss­neskar

Á annað hundrað fágætra bóka hafa horfið af bókasöfnum evrópskra stórborga undanfarin ár. Í sumum tilfellum fólust meint rán ekki í meiru en að skila ekki bók í útláni en í öðrum var greinilega um skipulagðan verknað og einbeittan brotavilja að ræða. Bækurnar eiga það allar sameiginlegt að vera kanónuverk rússneskra bókmennta.

Flóð­gáttir þurfi að opnast í Gasa

Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu.

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Vinnu­slys í bakaríi

Lögregla var kölluð til vegna vinnuslyss í bakaríi í dag en áverkarnir reyndust minniháttar.

Lög­reglan í Ósló beitti mót­mælendur tára­gasi

Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári.

Funda um friðar­sátt­mála í Egypta­landi á mánu­dag

Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni.

Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eld­gos

Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra.

Kín­verskir bílar gætu verið notaðir til njósna

Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna.

Diane Keaton er látin

Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Diane Keaton er látin. Hún var 79 ára gömul.

Mætti með hníf í sund og var vísað út

Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Sjá meira