Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar. 17.7.2025 21:00
Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið. 17.7.2025 20:44
Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið greindur með langvinna bláæðabólgu. Bólgu varð vart neðarlega á fæti forsetans og hann gekkst undir ítarlega læknisskoðun í kjölfarið. 17.7.2025 20:05
Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Tilkynnt var um þjófnað í fjórum verslunum á höfuðbogarsvæðinu í dag. Einni í miðborginni, tveimur í Kópavogi og einni í Breiðholti. 17.7.2025 19:52
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17.7.2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17.7.2025 17:40
Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 17.7.2025 17:23
Birta og Króli eiga von á dreng Sviðslistaparið Birta Ásmundsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, eiga von á dreng. 16.7.2025 15:43
Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin-töflum sem eru í umferð. Við efnagreiningu kom í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódón, sem er virka efnið í Oxycontin, heldur blöndu annarra efna. 16.7.2025 15:11
Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Audun Grønvold, norskur ólympíumedalíuhafi á skíðum, lést í nótt af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir eldingu við sumarbústað sinn á laugardaginn sem leið. Hann var 49 ára gamall. 16.7.2025 14:43