Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 17.7.2025 17:23
Birta og Króli eiga von á dreng Sviðslistaparið Birta Ásmundsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, eiga von á dreng. 16.7.2025 15:43
Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin-töflum sem eru í umferð. Við efnagreiningu kom í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódón, sem er virka efnið í Oxycontin, heldur blöndu annarra efna. 16.7.2025 15:11
Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Audun Grønvold, norskur ólympíumedalíuhafi á skíðum, lést í nótt af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir eldingu við sumarbústað sinn á laugardaginn sem leið. Hann var 49 ára gamall. 16.7.2025 14:43
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16.7.2025 13:43
Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa. 16.7.2025 13:27
Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili. 16.7.2025 11:43
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. 16.7.2025 01:22
„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. 10.7.2025 12:09
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10.7.2025 11:01