Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Harður á­rekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætis­vagni

Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Ók á hús­vegg

Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki.

Fær­eyingar vilja full­veldi

Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag.

Hafa enga hug­mynd hve lengi segulómstækið verður ó­not­hæft

Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki.

Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hring­braut

Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum.

Kæra utan­ríkis­ráð­herra fyrir land­ráð

Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35.

Sjá meira