Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. 18.6.2025 20:53
Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. 18.6.2025 20:28
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur. 18.6.2025 18:11
Ók á húsvegg Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki. 18.6.2025 17:44
Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Norðfjarðargöngum, göngin á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, hefur verið lokað eftir að eldur kviknaði í bíl. 18.6.2025 16:36
Færeyingar vilja fullveldi Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag. 17.6.2025 23:18
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13.6.2025 17:24
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13.6.2025 15:30
Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. 13.6.2025 14:02
Kæra utanríkisráðherra fyrir landráð Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. 13.6.2025 13:04