Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. 15.8.2024 16:02
Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. 15.8.2024 15:18
Sektaður fyrir að nota rafólar á hunda Matvælastofnun lagði dags- og stjórnvaldssektir á fimm einstaklinga og fyrirtæki sem stofnunin hafði haft eftirlit með í júní og júlí. 15.8.2024 14:37
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15.8.2024 14:01
Fjórir berjast um embætti umboðsmanns Alþingis Fjórir einstaklingar gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru þau Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. 15.8.2024 11:27
Fundu erfðabreytileika sem stórauka áhættu á Parkinsons Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum. 15.8.2024 11:21
„Týpísk pólitík að tefja málið“ Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum. 15.8.2024 10:55
Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista vegna Coda Terminal Íbúar í Hafnarfirði afhentu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra undirskriftalista í gær þar sem 6090 manns skoruðu á bæjarstjórn að falla frá áformum um Coda Terminal verkefnið eða setja það í íbúakosningu. 15.8.2024 10:13
Bótagreiðslur til Íslendinga almennt hærri Tilfærslur ríkisins til fólks með erlent ríkisfang eru að meðaltali lægri en til fólks með íslenskt ríkisfang. 14.8.2024 17:06
Óvenjulegur grafreitur reistur á Seltjarnarnesi Á laugardaginn kemur verður einn sérkennilegasti og líklega tímabundnasti grafreitur Íslandssögunnar reistur á Seltjarnarnesi. Á hátíðlegri athöfn verður jöklagrafreiturinn vígður en þar verður legsteinum jökla, horfinna og þeirra sem eru við það að hverfa, komið fyrir og verða þeir úr ís. 14.8.2024 14:27