Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eyddu sprengju úr seinni heims­styrj­öldinni í Hlíðar­fjalli

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel.

Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku

Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans.

Ljós­brot í for­vali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti franska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að Ljósbrot undir leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hafi verið valin til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Skoða að kæra út­gáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum.

Milla hætt hjá Willum

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Hún hafði verið aðstoðarmaður ráðherra frá árinu 2021.

Lög­reglan leitar að stolnum Volvo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048. Honum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.

Þór­hallur ráðinn fjár­mála­stjóri SORPU

Þórhallur Hákonarson hefur verið ráðinn fjármálastjóri SORPU. Hann starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin sextán ár, meðal annars sem staðgengill forstjóra.

Sjá meira