Nafn mannsins sem lést í Eyjafirði Maðurinn sem lést í hlíðum Hagárdals inn í Eyjafirði á laugardag hét Jónas Vigfússon. Jónas lætur eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn. 5.9.2023 11:59
Snöruðu Héðni upp á gamla stallinn við Hringbraut Búið er að koma Héðni Valdimarssyni aftur fyrir við Hringbraut þar sem hann hafði staðið keikur í áratugi. Styttan var tekin niður fyrir fimm árum síðan, svo athygli vakti. 5.9.2023 10:59
Gary Wright er látinn Gary Wright, söngvari og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Weaver og Love is Alive. 5.9.2023 09:57
„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi. 4.9.2023 17:02
„Erfiðast að viðurkenna að ég þyrfti hjálp“ Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Íslandi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkóhólisti áður en hann leitaði sér aðstoðar. 4.9.2023 16:13
Brasserie Askur skiptir um eigendur Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. 4.9.2023 11:07
Giftu sig tvisvar en halda nú hvort í sína áttina Hollywood hjónin Joe Jonas og Sophie Turner hafa ákveðið að binda enda á fjögurra ára hjónaband sitt. Frá þessu greina erlendir slúðurmiðlar. 4.9.2023 10:05
Fyrsta rafskútuborg Evrópu bannar þær Rafhlaupahjól verða bönnuð á götum Parísarborgar frá og með morgundeginum. Hafa starfsmenn rafhlaupahjólaleiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott. 31.8.2023 23:39
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31.8.2023 23:31
Rafmagn komið aftur á Selfossi Rafmagnslaust var víða á Selfossi í kvöld. Íbúar Selfossbæjar hafa rætt rafmagnsleysið sín á milli á samfélagsmiðlum en rafmagn komst aftur á um hálf eitt leytið í nótt. 31.8.2023 23:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent