Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráðu­neytið telur sleipi­efnið vera lækninga­tæki

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur stað­fest á­kvörðun Lyfja­stofnunar um stöðvun á sölu sleipi­efnisins Astrog­li­de Per­sonal Lubricant og inn­köllun þess. Ráðu­neytið telur rétt hjá Lyfja­stofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Haukur Örn og Ingvar Smári opna lög­manns­stofu

FIRMA lög­menn hafa tekið til starfa í Reykja­vík. Eig­endur lög­manns­stofunnar eru Haukur Örn Birgis­son hrl. og Ingvar Smári Birgis­son, lög­maður, en þeir störfuðu áður saman á Ís­lensku lög­fræði­stofunni. FIRMA lög­menn veita al­hliða lög­fræði­þjónustu með sér­hæfingu í þjónustu við at­vinnu­lífið.

Lýsir yfir ó­á­nægju við ráð­herra

Bæjar­stjóri Vest­manna­eyja­bæjar hefur lýst yfir ó­á­nægju við dóms­mála­ráð­herra yfir því að sýslu­maður á Suður­landi hefur tíma­bundið verið settur sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Bæjar­stjórn lýsti síðast yfir ó­á­nægju vegna þessa fyrir­komu­lags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.

Skoða mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer nú yfir mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78 á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur síðast­liðið þriðju­dags­kvöld. Á­rásar­mennirnir eru enn ó­fundnir.

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Segist finna til með kokkinum í Kópa­vogi

Khunying Porntip Rojanasunan, öldungar­deildar­þing­maður í Taí­landi, segist ekki ætla að lög­sækja Ara Alexander Guð­jóns­son, yfir­kokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitinga­stað keðjunnar á Ný­býla­vegi á föstu­dag.

Sjá meira