Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. 15.10.2024 11:36
Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. 15.10.2024 00:01
Almenningur um stjórnarslit: „Þetta var komið út í smá rugl“ Atburðarásin hefur verið hröð í pólitíkinni síðustu sólarhringa og sérfræðingar varla haft undan að reyna að greina stöðuna. 14.10.2024 21:19
Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. 14.10.2024 13:21
Ísland sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“ Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“ 9.10.2024 20:43
Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9.10.2024 12:05
Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. 8.10.2024 12:02
Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor Stúdentar í Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands stóðu fyrir verkfalli og mótmælum í hádeginu í dag. Gróflega áætlað voru um tvö hundruð manns samankomin til að krefjast þess að menntastofnanirnar skýrðu afstöðu sína. 7.10.2024 14:50
Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. 29.9.2024 08:02
Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. 28.9.2024 11:22