Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl. 10.12.2023 22:43
Rúta í ljósum logum við Elliðavatn Eldur kviknaði í lítilli rútu við Elliðavatnsveg. Rútan var mannlaus þegar kviknaði í henni og varð hún alelda. Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en ekki er vitað um eldsupptök. 10.12.2023 21:58
Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni á Sæmundargötu Eldur kviknaði út frá örbylgjuofni í íbúðarhúsnæði á Sæmundargötu við Háskóla Íslands. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og er búið að slökkva eldinn. Engum varð meint af. 10.12.2023 21:11
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10.12.2023 20:36
Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. 10.12.2023 18:20
Nýtt snjóframleiðslukerfi og tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum Formleg vígsla á fyrsta áfanga snjóframleiðslukerfis og tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöllum fór fram í gær. 10.12.2023 17:41
Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. 10.12.2023 00:17
Ísbúð Vesturbæjar á Grensásvegi lokað í dag Ísbúð Vesturbæjar við Grensásveg verður lokað í dag. Starfsemin verður flutt í nýja ísbúð í Grímsbæ en það er ekki vitað hvenær hún verður opnuð. Starfsmaður segir daginn hafa verið heldur rólegan. 9.12.2023 23:09
Horfði í beinni á innbrot manns sem skaut fjölskylduna síðan til bana Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag. 9.12.2023 22:35
Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 9.12.2023 21:46