Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins. 28.12.2024 20:04
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28.12.2024 13:04
Jólakindin Djásn á Stokkseyri Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana. 25.12.2024 20:06
Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við að keyra út jólagjöf til barna, sem fæddust á árinu í Hveragerði. Um er að ræða Vísnabók barnanna en bæjarstjórinn heimsótti 36 börn og fjölskyldur þeirra með bókina. 23.12.2024 20:08
107 ára gömul og dansar eins og unglamb Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. 22.12.2024 20:06
Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri. 22.12.2024 15:06
Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum. 21.12.2024 20:03
Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. 21.12.2024 14:06
Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. 16.12.2024 20:04
Mæðgur með mjög óvenjuleg kerti á Selfossi Kökukerti, mandarínukerti, ískerti, piparkökukerti, eftiréttakerti, jólatrjáakerti og bjórkerti eru meðal kerta, sem mægður á Selfossi búa til. Kertin sóta ekki og eru umhverfisvæn. Annar kertaframleiðandinn er aðeins sex ára. 15.12.2024 20:07