Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18.3.2020 20:00
Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18.3.2020 18:31
Nota íslenska mæla til að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. 8.3.2020 23:00
Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. 8.3.2020 22:15
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8.3.2020 10:54
Eldra fólk veigrar sér við að koma á heilsugæslustöðvar Eldra fólk er farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikilvægt að verja viðkvæmustu hópana. 7.3.2020 22:00
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7.3.2020 18:32
Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“ Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. 7.3.2020 13:15
Segir heilbrigðisyfirvöld vel undirbúin undir útbreiðslu kórónuveirunnar Heilbrigðisráðherra segir útbreiðslu kórónuveirunnar áhyggjuefni en heilbrigðisyfirvöld séu vel undirbúin útbreiðslu veirunnar á Íslandi. 7.3.2020 07:30
Flugfreyjur verða í hlífðarfötum í flugi frá Veróna Bæði Icelandair og Isavia hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við að kórónuveirusmit dreifi sér. Til að mynda hafa þrif verið aukinn verulega. 5.3.2020 19:26