Flestir treysta ríkisstjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. 8.7.2024 14:26
„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. 8.7.2024 13:33
Nú má heita Roj Mannanafnanefnd samþykkti í síðustu viku sex eiginnöfn, þar af fjögur kvenmannsnöfn og tvö karlmannsnöfn. Hins vegar var einu nafni hafnað. 8.7.2024 12:39
Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. 8.7.2024 10:36
Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. 8.7.2024 08:41
Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. 5.7.2024 16:00
Brúneggjamálið tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir skaðabótamál fyrrverandi eigenda Brúneggja á hendur Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. 5.7.2024 14:56
Áttatíu ára gamall gæsastuldur á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjar upp forvitnilega lögregluskýrslu á Fésbókarsíðu sinni sem var rituð fyrir rúmum 83 árum. 5.7.2024 14:11
Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnubragða Landsréttar Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns. 5.7.2024 13:19
Skjálfti suðvestur af Reykjanestá Jarðskjálfti varð níutíu kílómetrum suðvestur af Reykjanestá um hádegisleytið í dag. Stærð skjálftans var 3,4 að stærð, en hann mældist klukkan 12:20. 5.7.2024 12:53