Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjötta elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. 20.11.2024 23:07
Dularfull tíst Dylans vekja furðu Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall. 20.11.2024 20:01
Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. 20.11.2024 17:15
Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. 20.11.2024 15:23
Sá hvítt eftir árás með járnkarli Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggatein. 20.11.2024 10:55
Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20.11.2024 08:01
Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. 19.11.2024 12:29
Kosningafundur um jafnréttismál Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö. 19.11.2024 11:33
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19.11.2024 11:24
Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Starfshópur um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi mun halda kynningu á niðurstöðum sínum í dag klukkan 10:40. 19.11.2024 10:01